Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 44
brúðurin veitir athygli gamalli, hrörlegri konu, sem stendur
ein utan við fjölmennið og gerir sig ekki líklega til að blandast
því. Sigrúnu fínnst hún kannast við þessa konu en kemur
ekki fullkomlega fyrir sig hver hún er.
- Hvaða kona er þetta, sem stendur þama ein, spölkom
frá kirkjugestum, spyr hún mann sinn og bendir í áttina til
konunnar.
- Björg gamla frá Fossá, svarar hann hlutlausum rómi.
- Mikið hefur Björgu farið aftur síðan ég sá hana síðast,
segir Sigrún mildri röddu. - Mig langar til að heilsa henni
Sverrir minn.
- Já, elskan mín, við skulum heilsa upp á gömlu konuna,
samþykkir hann fúslega. Þau ganga til Bjargar og heilsa
henni með vinsemd.
- Býrð þú enn á Fossá, Björg mín, spyr Sigrún hlýjum
rómi.
- Nei, nú bý ég hvergi, svarar gamla konan döpur í
bragði.
- Ertu þá til heimilis hjá Kristjáni syni þínum, er næsta
spurning Sigrúnar.
- Nei, góða mín, ég á sjö böm, öll gift og búsett, flest
hér um slóðir en það er ekki rúm fyrir mig hjá neinu þeirra,
svarar Björg klökk í rómi.
- Hvar ertu þá til heimilis? Einstæðingsskapur gömlu
konunnar snertir Sigrúnu djúpt.
- Ég á ekkert fast heimili en fæ að vera í stuttan tíma til
skiptis á bæjum héma úti í sveitinni, sjálfsagt hvergi velkomin,
svarar Björg og strýkur kræklóttri hönd yfír augun. Innileg
samúð með þessari gömlu konu gagntekur Sigrúnu. Hér
mætir hún einstaklingi sem sannarlega þarfnast hjálpar og
kærleika.
- Gjörðu svo vel Björg mín og komdu með okkur heim í
bæinn, þar er öllum kirkjugestum boðið að þiggja veitingar,
segir Sigrún hlýtt og glaðlega og Sverrir tekur undir með konu
sinni. Og Björg frá Fossá fylgist með þeim brúðhjónunum
og Sverri litla heim að Hamraendum. Kirkjugestir sitja
höfðinglega brúðkaupsveislu á hreppsstjórasetrinu og öllum
er veitt af mikilli rausn. Ungu hjónin em önum kafín við
að sinna gestum sínum, hlýða á ræður í tilefni dagsins og
hlusta á ijölbreyttan söng en sá gleðigjafi þykir ómissandi
við slík tækifæri sem þetta. Dagurinn líður við gleðinnar óð,
Sigrún er farin að bíða eftir því að ná tali af manni sínum í
einrúmi, sérstök beiðni liggur henni á hjarta. En Sverrir er
stöðugt umkringdur hátíðargestum sem þurfa margt að skrafa
og skeggræða, hún verður að þreyja nokkuð langa bið með
erindi sitt. Loks er veislufagnaðurinn á enda. Gestimir söðla
reiðskjóta sína og hverfa á braut hver af öðmm. Sigrún nær
nú manni sínum á eintal í auðri gestastofunni. Hún leggur
hendurnar mjúklega um háls honum, horfír í dökkbrúnu,
fallegu augun hans og segir þýðum rómi:
- Mig langar að biðja þig stórrar bónar, Sverrir minn.
Sverrir brosir ástúðlega.
- Hún verður vafalaust veitt þér elskan mín, svarar hann
og tekur konu sína í faðminn. - Láttu mig heyra hvað þér
liggur á hjarta.
Sigrún hallar sér að brjósti manns síns.
- Ég finn svo sárt til með henni Björgu gömlu frá Fossá,
hún er algjör einstæðingur.
- Já, það er hún því miður. Hvað langar þig til að gera
fyrir hana Sigrún mín, spyr Sverrir með þýðri rósemi. Sigrún
þrýstir sér enn þéttar í faðm hans. - Guð hefur gefið okkur
svo mikla hamingju á þessum fagra degi að við getum aldrei
þakkað slíka gjöf að verðugleikum, svarar hún heitum,
auðmjúkum rómi. - Og eigum við, hamingjubörnin þá ekki
að reyna að strá örlitlum geislabrotum kærleika og líknsemi
á skuggabrautir þessarar gömlu, einstæðingskonu og láta
henni í té öruggt skjól á ævikvöldinu héma hjá okkur? Sverrir
svarar ekki strax en horfír á konu sína og djúp ást og aðdáun
ljómar í augum hans. Sigrúnu er það jafnkunnugt og honum
sjálfum að þessi gamla kona fargaði fyrra bréfínu sem hann
skrifaði heitmey sinni frá Ijarlægu landi og lagði þar með
lífshamingju þeirra beggja í rúst um margra ára skeið. En nú
kemst ekkert annað að hjá Sigrúnu en brennandi löngun eftir
því að mega hjálpa, líkna og gleðja þessa sömu gömlu konu
og það til æviloka. Kærleikur og fyrirgefning, eru það ekki
dýrmætustu gimsteinar hverrar mannssálar? Sverrir vefur
konu sína örmum og svarar með djúpri lotningu í rómi:
- Þetta skal liggja í þínu valdi göfuga, hjartahreina konan
mín. Gamla húsfreyjan frá Fossá fer ekki héðan aftur vilji
hún þiggja vistina.
Björg situr frami í eldhúsi hjá Þorgerði en þær ræða fátt.
Gamla konan kom gangandi til kirkjunnar, hún á ekki lengur
neinn fararskjóta og gat engan beðið að lána sér hann. Fætur
hennar eru farnir að gefa sig og hún treystir sér ekki til að
ganga sömu vegalengd til baka samdægurs. Hún hefur ekki
enn haft sig í að biðja gömlu húsfreyjuna um gistingu og
hún ekki gert sig líklega til að bjóða slíkt að fyrra bragði.
Þorgerði hefur verið lítið gefið um návist Bjargar eftir að hún
brást trúnaðartrausti manns hennar og glataði sendibréfmu
að Nesi forðum. Hún hefur aldrei úthýst neinum sem beðið
hefur gistingar á Hamraendum og mun ekki heldur gera það
hér efitir. Sigrún kemur nú létt í spori inn í eldhúsið. Hún
snýr sér beint að Björgu og segir hlýjum rómi:
- Mig langar að tala við þig nokkur orð í einrúmi, Björg
mín.
Þorgerður lítur á tengdadóttur sína með undrun í svip en
segir ekkert. Hvaða ástæða skyldi liggja fyrir því að Sigrún
vill eiga eintal við Björgu! Það væri ólíkt henni að fara að
rifja upp fornar sakir. Garnla konan rís hægt á fætur og
fylgist með Sigrúnu inn í lítið herbergi, skammt fyrir innan
eldhúsið, þar stendur uppbúin rekkja sem ætluð hefur verið
næturgestum ef marga ber að garði í einu, þótt slíkt sé orðið
sjaldgæft á síðari árum. Sigrún býður Björgu sæti á rekkjunni
og sest þar einnig sjálf. Svo segir hún formálalaust:
- Okkur hjónunum hefur komið saman um að bjóða þér að
eyða ævikvöldinu þínu hérna hjá okkur, Björg mín. Hverju
svarar þú þessu?
Björgu fallast hendur. Hún getur í fyrstu engu svarað, hún
er orðlaus af undrun. Ætlar þessi kona og maður hennar,
sem hún hefur gert illt eitt, að veita henni í ellinni það sem
hennar eigin böm hafa ekki viljað láta henni í té. í sál gömlu
konunnar vaknar brennandi iðrun, sem hún hefur aldrei þekkt
92 Heima er bezt