Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Side 26

Heima er bezt - 01.02.2006, Side 26
hlaðinn úr klumbuhnaus með streng, moldaður með moldarblönduðum jökulruðningi, um 2,50 sm að neðan en um 1 metri að ofan við kjöljám. I stað veggsins kom hermannabraggi eða skemma nokkuð stór, sem nota átti undir heyforða vetrarins fyrir ijós og hesthús, sem stóðu undir barðinu sem fyrr er nefnt, heima í Veitunni. Áður þurfti að bera allt hey í pokum í ijós og hesthús úr ijárhúshlöðunni. Síðar bættist við 50 kinda hús við hlið braggans fjósmegin. Bæjargöngin lágu um þvert fyrir baðstofu og enduðu í hlóðaeldhúsi, þar sem vom hlóðir fyrir þrjú ílát, misstór. Gengið var meðfram hlóðunum vinstra megin, í ijósið. Þar vom básar fyrir 4 kýr auk 2ja kálfabása og smáskots fyrir moð. Vom básar hellulagðir og flórinn. Síðar voru gerðir timburbásar. Eldhúsið var vestan við ganginn til hlóðaeldhúss, með einum glugga á, en fyrir endann á eldhúsinu stuttur gangur, fremur þröngur og lá til baðstofu, sem var um tvær rúmlengdir að breidd, með plássi fyrir lítinn fatakistil við hvort rúm. Á hinn veginn var hún heldur lengri, þó ekki mjög (hér er átt við rúm sem vom lengst 180 sm, yfirleitt voru þau styttri). Á langhlið baðstofunnar var 6 rúðu gluggi, fremur smár. Yfír henni var geymsluloft í risinu, járnvarið. Þurfti að skríða um loftið á fjómm fótum. Var mjög lítill gluggi á vesturgafli, sem bar birtu inn, en farið var upp á loftið úr bæjardyrum. Loftbitar í baðstofu vom 6 að tölu 4x4 að gildleika, en þiljur panilklæddar lóðrétt. Allir bitar, hverju nafni sem nefndust, voru grópaðir saman á endum og trénaglar reknir í, þar sem þörf þótti á. Síðar voru jámnaglar notaðir er styrkja þurfti samskeyti. (Þetta er eina kantaða baðstofan sem ég veit um, allar aðrar baðstofúr, sem ég hef séð og komið í, em undir skarsúð eða reisifjöl, fremur lágar, mjóar en langar.) Samhliða baðstofu og eldhúsi, bakatil, var herbergi undir skúrþaki. Var það einnig panilklætt lóðrétt, með einum glugga á vesturgafli. Torfveggur er á vesturgafli baðstofu, grjóthleðsla í streng, moldað með sama efni og stóri veggurinn. Þessi veggur nær upp undir vegglægju þaks, lækkar á suðurhlið baðstofunnar og nær upp undir glugga. Eins er veggurinn lægri þar sem skúrþakið er. Það sem veggurinn huldi ekki af vesturgafli baðstofunnar, var jámvarið með sléttu, ekki bámðu. En þá er kannski best að snúa sér að veðrinu aftur. Eins og fyrr er sagt frá, skortir mig minni til að ársetja þetta nákvæmlega, vitna því í flutningaskipið Playing Enterprize, sem lenti í hrakningum undan Irlandsströndum. Þegar það var að hrekjast þar, gekk mikið á heima á Krossi. Það brakaði og brast í hverju tré og vesturgafl baðstofunnar gekk út og inn. Var um tíma óttast að sogið yrði það mikið að húsið mundi springa. Það gerðist þó ekki, en aftur á móti sprakk hlöðuhurðin við fjárhúsin út og heyflygsur soguðust út í ómældu magni og hurfú út í sortann. Þessi hlöðuhurð varnotuð sem sliskja er hirðing á heyi fór fram. Var hún því með lamirnar að neðan. Þá voru sætin dregin að hlöðunni án undirlags, með hestum, og svo dregin inn með blökkum, eins og tveggja skorinna. Eftir að dráttarvél kom til sögunnar stækkuðu sætin og þá var vagn á hjólum notaður, en blakkirnar voru notaðar áfram, því sætin voru dreginn upp á vagninn í heilu lagi. Faðir minn var eitthvað að horfa út um baðstofugluggann og sá er hurðin á hlöðunni sprakk út og heystrókurinn stóð út á eftir. Var strax brugðið við og reynt að hefta heyfokið úr hlöðunni, en það gekk ekki þrautalaust að opna bæjarhurðina. Varð að sæta lagi þegar enginn þota buldi á hurðinni, til að skjótast út í sortann og hríðina. Móðir mín sá um að stjóma því, enda var hún ein eftir í húsinu, þegar við feðgar vomm famir út. Komst faðir minn að fjárhúshorninu á milli þotna, þar var staur sem hann hékk á er næstu þotur riðu að. Eg var ekki eins heppinn, var kominn hálfa leið og sá föður minn á staumum, en tókst þá á loft og skautaði undan vindinum fram af barðinu sem fyrr var nefnt og hafnaði í djúpa skurðinum, sem einnig var nefndur hér fyrr. Hófst nú barátta um að komast til baka. Það hafðist eftir nokkrar tilraunir, að komast í hlöðuna til að aðstoða föður minn við að draga búta af síldarnótum, sem voru við hlöðugaflinn, inn á heyið. Þessir bútar vom notaðir til að breiða yfir galtana út á túni áður en þeir voru teknir inn, en voru nú gaddfrosnir í bunka, sem náðist að rífa í sundur, á einhvern óskiljanlega hátt. Ekki er mögulegt að segja til um hvað mikið af heyi fór þama til spillis út úr hlöðunni. Við vissum að um 50- 60 sm, forblautur myglufrakki var á hálfri hlöðunni, lengst frá hurðinni, og þessi myglufrakki fór allur og ömgglega eitthvað meira. Með því að draga netin inn á heyið tókst að hefta fokið, enda kom fljótt vindskán á yfirborð heysins undir netunum. Eftir að þessi hvellur var afstaðinn var farið að huga að því að loka hlöðuhurðinni. Það tókst ekki nema til hálfs, efri hluti hennar skekktist það mikið og varð að bíða fram á vor með viðgerð. I norðan stórviðri eins og í þetta skipti, er enginn sterkur vindur úr einni átt, heldur þotur sem skrúfa sig áfram úr öllum áttum oft samtímis. Var hlöðuhurðin til dæmis í vari fyrir hinni kompásréttu stefnu, samt sprakk hún úr festingum. I slíkum látum koma harðir byljir úr öllum áttum og skrúfa sig áfram með ógnar hraða í óstöðvandi dansi, til að taka sem mest með sér í för sinni út í það óendanlega. Svona til gamans má geta þess að gilskora er í Krossbrúninni í vesturátt. Þessa gilskoru er hægt að fara með handstyrkingu í neyð, en gilið heitir Múlagil og er eyktamark frá Giljalandi. Nefnist þá Nóngil. í þessu gili heyrast oft, í kyrru veðri, skellir, líkt og þegar járnplötum er slegið saman af miklu afli. Varþað undantekningalaust fyrirboði um veðrabreytingu til hins verra. Eins og veðri var háttað sólarhringinn á undan þessum hvelli, heyrðust ekki þessir skellir, þeir drukknuðu í vindgnauðinu í klettaskörðunum. Eftir svona hvelli var hlíðin fyrir ofan Krossbæinn sem sópuð væri, oft svo hressilega að grjót var rifið upp úr frosinni jörðinni. I norðan hríð eins og í þetta sinn, sem um er fjallað hér, þar sem vindhraðinn hefur slegið öllum mælum í botn í lengri tíma, var mikil mildi að ekki urðu stórtjón víða um land, þegar hvirfilbyljirnir dansa svona í ærslafúllum galsa um hauður og haf, togandi og teygjandi í allt sem á vegi þeirra verður, í gáskafúllum dansi, sem boðar í eðli sínu tortímingu. Skrifað í október 2005. 1A Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.