Heima er bezt - 01.02.2006, Side 5
Edda við orgelið
heima hjá sér.
sem hefði getað orðið
Rœtt við Eddu Skagfield á Páfastöðum
Viðmcelandi okkar er Edda Sigurðardóttir Skagfield á Páfastöðum á Langholti í Skagafiirði. Hún er
fœdd á Páfastöðum 7. maí 1930 og hefur dvalið þar allan sinn aldur utan fáeina vetur sem hún var
í Reykjavik. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson Skagfield, óperusöngvari frá Brautarholti
á Langholti og kona hans Lovísa A/bertsdóttir á Páfastöðum. Vorið 1953 stóð Edda á krossgötum
sem mörkuðu lífsbraut hennar. Vegna hæfileika sinna stóð henni opin námsleið til Þýskalands og
verða þar óperusöngkona. En hún valdi leiðina heim til fjölskyldu sinnar og sveitastarfanna. Hún
giftist árið 1954 Baldri Hólm og bjuggu þau á Páfastöðum frá 1953 til 1990 að þau brugðu búi,
byggðu litið steinhús á jörðinni, skammt vestan þjóðvegar, og nefndu Páfastaði II, þar sem þau
hafa átt heimili síðan.
Hjalti Pálsson
Böm þeirra eru fimm:
Lovísa, fædd 10.7. 1954. Hjúkrunarfræðingurágjörgæslunni
í Reykjavík. Ógift en á einn son sem heitir Baldur.
Albert, fæddur 17. 4. 1956. Flugstjóri hjá íslandsflugi.
Búsettur í Hafnarfirði, á þrjú börn og er giftur Bimu
Flygering.
Helga, fædd 14. 7. 1958. Tónlistarkennari og gullsmiður,
búsett í Reykjavík. Hún er gift Jóni Valgarðssyni vélvirkja
frá Sauðárkróki og á tvíbura.
Heima er bezt 53