Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 22
Ferguson traktorinn
Allir sent eitthvað Jiekkja til sveitastarfa, og/eða hafa
dvalið í sveit, kannast við Ferguson traktorana, en þeir
hafa um langa hríð verið áberandi vinnutæki í sveitum
landsins.
Hönnuður þessara véla var maður
að nafni Harry Ferguson, og var hann
snillingur í vélfræði. Hann varð m.a.
fyrstur Breta til þess a smíða og fljúga
eigin flugvél, árið 1909 og einnig fyrstur
til þess að fljúga með kvenfarþega á
frlandi. Hann fann upp ýmis tæki til
léttingar við þungaflutninga, þrítengda
beislið á traktora, sítengt fjórhjóladrif
og margt fleira sem of langt er að
telja.
Hann ólst upp á írskum bóndabæ,
þar sem hann kynntist erfíðisvinnu
og fann mjög til þeirrar þarfar að létta bændafólkinu stritið.
Um árabil gerði hann tilraunir með létta traktora og plóga.
Eros, model T Ford.
Fyrsti sigur hans í þeim efnum var þegar hann breytti plógi
þannig að hægt var að nota hann aftan í traktor af gerðinni
Fordson Model F. Plógarnir voru fyrst tengdir við vélina
með gormum og lyftistöng en í lok annars áratugarins hafði
Harry Ferguson hannað vökvalyftuna.
Arið 1919 var hann ráðinn af ráðuneyti landbúnaðarmála á
Irlandi til þess að vinna að meiri hagvæmni við notkun traktora
þar í landi, sem þátt í aukinni og bættri matvælaframleiðslu.
Hann sá fljótt að aðalvandinn lá í því hvað hönnun traktora
og plóga var flókin, og þeir voru einstaklega grófír og þungir.
Hann ákvað því að hanna og framleiða plóg sem tæki öllum
fram sem í framleiðslu voru þá. Fyrsti plógur hans, og sem
hægt var að tengja við vél, sá brátt dagsins ljós, og var hann
tengdur aftan í breytta útgáfu af bíl af Ford T gerð, eins og
fyrr greinir. Þessum plógi var auðveldlega hægt að lyfta og
Ferguson-Brown A.
Harry Ferguson.
70 Heimaerbezt