Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 17
Hólmatindur, séð frá Mjóeyri. Ljósm.: GeirHólm. tryggðartröll. Ég hitti brátt sýslumanninn Kristján Steingrímsson og spurði hann um farangurinn minn. Þá kom á daginn að Súðin hafði komið að næturlagi og sýslumaður hafði steingleymt að sækja hann. Það lagðist þungt í mig því ég hafði engin önnur föt til skiptana og þarna stóð ég sannast sagna illa til reika eftir sjóvolkið og slabbið á götunum í Hólminum. Það kom síðar í ljós að farangurinn var á Hólmavík og ég fékk hann rúmum tveimur mánuðum eftir að ég kom í Hólminn. Mér hafði líka verið lofað húsnæði og fæði, en það var ekki til staðar þegar á reyndi svo ég varð að dvelja á hótelinu um stund. Sýslumaður kom mér samt vel fyrir sjónir. Hann bauð mér upp á kaffi og síðan héldum við tveir upp á sýsluskrifstofú. Þar afhenti hann mér lyklana að húsakynnunum og bauð mig mig formlega velkominn til starfa. Hann afhenti mér lyklana að peningaskápnum og bað mig um að láta sig aldrei fá þá því hann ætlaði sér aldrei að eiga neitt við ijármálin. „Þú tekur þau alveg að þér. Ég vil alls ekki hafa umráð yfir kassanum því að það er þannig að þegar maður tekur lán hjá sjálfum sér veit maður aldrei hvar það endar“. Ég var stoltur af þessum ummælum Kristjáns sýslumanns og fannst hann strax trúa mér fyrir miklu. Nú var ekki eftir neinu að bíða og ég tók strax til starfa enda höfðu mörg plögg safnast fyrir hjá embættinu og margar beiðnir biðu afgreiðslu. Fyrsta daginn vann ég langt fram á kvöld. Ég skammaðist mín fyrir útganginn á mér, fötin skítug og þvæld svo ég beið færis og myrkurs að koma mér heim á hótel því ég óskaði að sem fæstir yrðu varir við útganginn á mér. Þegar kom á hótelið hitti ég fyrir mann sem kom eins og himnasending að ofan. Hann sá aumur á mér þegar ég greindi honum frá högum mínum og fataleysinu og sagði: „Það getur vel verið að ég geti bjargað þér vinur minn“ Hann kvaðst eiga systur í Hólminum og hann gæti beðið hana um að þvo fötin fyrir mig og svo yrði þeim skilað hreinum í bítið morguninn eftir. Allt gekk þetta eftir og fulltrúi sýslumanns kom til starfa í hreinum fötum daginn eftir. Fljótlega kynnist ég William Tómasi Möller póstmeistara. Hann útvegaði mér bæði fæði og húsnæði tveimur mánuðum seinna þegar ég hafði heimt að nýju fatapokann minn og dívaninn. Hann var einstakur maður sem vildi Hólminum allt það gagn sem hann gat látið í té. Ég vann flesta daga langt fram á kvöld enda þekkti ég fáa. Smám saman kynntist ég fólki og fann að andrúmsloftið var gott á milli manna og samvinna um allt þegar á reyndi, hvort sem þar áttu í hlut pólitískir andstæðingar, kaupmaðurinn og kaupfélagsstjórinn eða einstaklingar sem gátu lagt lóð sitt á vogaskálamar bæjarbúum til heilla. Mjóeyri. Dökki höfðinn er Hólmadrangur. Ljósm.: Geir Hólm. yfir mannskapnum sem kom út. Þeir voru allir í olíugalla með sjóhatta á höfði. Það var töluverður öldugangur og nokkuð erfitt að koma vörum og farþegum frá borði. Farið var inn í Olafsvík og stoppað þar í tvær stundir en þegar kom að Gmndarfírði sagði skipstjórinn við okkur að hann ætlaði að taka Grundarfjörð í bakaleiðinni. Við komum því í Stykkishólmshöfn í ágætu veðri og sólskini sem mér fannst eins og fagna mér við komuna. Ég þekkti engan mann í Hólminum þegar ég kom þangað um kl. 15 þann 7. febrúar 1942. Hafði þá verið 17 daga á leiðinni frá Eskifirði. Það þótti alltaf viðburður þegar einhver nýr íbúi kom í Hólminn, einkum ef hann ætlaði að taka að sér ábyrgðarstarf. Mér var sagt það síðar að Hólmarar hafi velt vöngum yfir væntanlegum starfsmanni sýslumanns. Einnafþeim mönnum sem tóku á móti mér og heilsaði var sýslunefndarmaðurinn Kristján Þorleifsson úr Gmndarftrði sem þá var að sinna einhverjum störfum á sýsluskrifstofunni. Hann var stór og þrekinn nánast tröll að vexti en ég frekar lágvaxinn. Ég heyrði hann tauta fyrir munni sér um leið og hann rétti mér hönd sína: „Jæja, er þetta þá gripurinn?" Kristján reyndist mér æ síðan einstakt Heima er bezt 441

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.