Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 39
Ég hugsaði raeð sjálfum mér: Hefur
einhver verið að segja eitthvað misjafnt
um mig? Ég minntist Tarzankallsins frá
gærdeginum, en það hlaut nú að vera
eitthvað annað. Enn þagði hann og ég var
að springa af óþreyju. Loks tók hann til
máls og sagðist vera kominn til að biðja
mig að aðstoða sig við störfín sem voru
framundan. Mér létti stórum. Ég vissi
ekki nema hann vildi skipta við mig á
herbergjum eða að það hefði orðið stórslys
í fjölskyldunni. Hann hélt áfram að tala
og sagði að ég væri stilltur og hraustur
og kæmi mér vel. Þá áttaði ég mig á því
að hann var að brynja sig gegn því að ég
gæfi afsvar við ónefndum greiða.
Bjöm sagðist hafa sofið illa um nóttina.
Hann væri dofrnn á fótum og að skómir
væm enn votir. Og síðan sagði hann:
„í dag er lengsta gönguferðin og það var fyrirfram búið að
lofa göngferð upp eftir skriðjöklinum í botni dalsins. Þessi
leið var yfirfarin nú í sumar og bætt við nokkrum sporum í
ísstálið. Svo getur farið að ég verði að biðja þig að ganga í
minn stað upp á bunguna á jöklinum. Þetta eru aðeins nokkur
hundmð metrar á bugðóttri leið, en að sjálfsögðu þarf að
sýna mikla gætni, sérstaklega á leiðinni til baka.“
Ég sagðist vera reiðubúinn að koma með í gönguferðina
og skoða aðstæðumar. Síðan myndi það koma í Ijós hvort
ég treysti mér í gönguna eða ekki.
Ég sýndi honum gönguklossana mína með það fyrir augum
að hann fengi þá sjálfur til afnota. Sagðist hann vona að
þeir reyndust mér vel en sýndi ekki áhuga á að máta þá. Við
vorum að tala um fjallaferðir og ísklifur þegar hringt var
til morgunverðar. Við sátum þar við sama borð og lögðum
báðir áherslu á að hafa með okkur nægan útbúnað og að
öryggismálin væru í góðu lagi.
Þegar ferðagestimir heyrðu hina góðu veðurspá voru þeir
fúsir til að koma með í gönguferðina, þó að nokkrir þeirra
ætluðu ekki með í sjálfa jökulgönguna. Rétt áður en lagt
var af stað fór vaskur maður frá Mið-Evrópu að tala við
fararstjórann, en ég veitti því litla athygli. Bjöm fararstjóri
valdi stystu leiðina upp að vaðinu á ánni, en þó að hægt
væri að stökkva milli steina, völdu flestir öryggið framar
dirfskunni og héldu á skóm og sokkurn meðan þeir stefndu
þvert yfír vaðið. Þeir voru því manna fegnastir þegar Bjöm
sá áfangastað þar sem hægt var að setjast niður og hvílast.
Ég hafði tekið að mér að bera nestið og virtist brátt vera á
góðri leið með að vera spjallfélagi allra í ferðinni.
Þaðan sást vel inn allan ijörðinn og hinir væntanlegu
jökulfarar tóku fram sjónaukana býsna óþreyjufullir og
skoðuðu stóra skriðjökulinn sem virtist ekki árennilegur fyrir
lítið vana en ferðaglaða klifrara, rétt í þann mund er einhver
sá skýjaslæðu ofarlega á meginjöklinum. Fararstjórinn tók
þá viðbragð og sagði að við þyftum öll að leggja strax af
stað, því líklega myndum við fá yfír okkur rigningarskúrir
er líða tæki á daginn. Við tókum þessu vel og greikkuðum
sporið þar til við fórum að nálgast sjálfa
jökulröndina.
Á meðan ég sat þama á tali við Bjöm,
kom vaski ferðafélaginn til okkar og fékk
að skoða gönguleiðina sem Bjöm hafði
teiknað inn á landakort. Síðan gekk hann
með okkur að jökulröndinni. Ég fann að
komið var að ögurstundu. Nú var annað
hvort að hrökkva eða stökkva og er þeir
nárnu staðar hélt ég áfram og var kominn
fyrir fyrstu beygju þegar þeir kölluðu. Þegar
ég kom til baka brosti ég við þeirn og taldi
að leiðin væri fær ef þess væri gætt að
fara mjög varlega. Vaski ferðafélaginn var
Svisslendingur og hann bað Bjöm leyfís að
ganga þá stuttu leið sem ég hafði komist
um áfallalaust. Og er skemmst frá því að
segja að hann gengur síðan glaðklakkalegur
til hinna sem ætluðu í gönguna og kliðurinn
frá þeim sagði meira en nokkur vel valin orð.
Björn varð harla glaður þegar vaski náunginn bauðst til
leggja sitt af mörkum til að allt færi vel og allir mynduðum
við þarna þröngan spjallhring, þar sem farið var vel yfir
öryggisatriðin, gönguhraðann og það bil sem ætti að vera
milli manna á sjálfri göngunni. Þegar allir höfðu hert á
skóreimunum og skilið það eftir sem þeir þurftu ekkí að
hafa meðferðis í sjálfri ferðinni ákvað ég í samráði við aðra
að ganga í miðjum hópnum. Þaðan gat ég kallað til hinna
ef eitthvað kæmi fyrir, minnugur þess að ég var fulltrúi
fararstjórans. Þetta kom sér vel, því sumir stöldruðu við á
erfiðustu stöðunum til að telja í sig kjark og safna kröftum.
Við vorum komnir nokkuð ofarlega þegar ég tók eftir því að sá
sem gekk næstur mér átti sýnilega i einhverjum vandræðum.
Hann svaraði ekki þegar ég talaði til hans og þá tók ég til
þess ráðs að snúa við og leiðbeina honum unz honum tókst
að einbeita sér að nýju.
Eg man hvað við vorum allir glaðir þegar við stóðum uppi
á jökulbungunni. Þar sem skýjabakkinn var að nálgast og
byrjað var að gjóla komum við okkur saman um að næst
fremsti rnaður á uppgöngunni skyldi leiða niðurgönguna og
við hvöttum hann alveg sérstaklega til að fara nógu varlega.
Hægt en örugglega mjökuðust menn áfranr þó veðurútlitið
færi versnandi og þeir sem voru í bestri þjálfun ákváðu sjálfir
að vera síðastir í göngunni niður af jöklinum.
Ég man hversu fegnir við vorum þegar við komum niður.
Sumir léttu á spennunni með því að hrópa upp yfir sig og
rétta fararstjóranum báðar hendur. Og við sáum furðu fljótt
að við vorum heppnir, því fallþungu regnskúrimar dundu á
ferðahópnum eftir hálfa stund.
Við fylgdust að á heimleiðinni og vorum bæði þreytt og
þyrst eftir hraða göngu í heila klukkustund. Það að hlakka
til þess, að geta sest niður nýbaðaðir og i þurmm fötum yfír
heitum kaffibolla, gaf okkur viljastyrk til að létta skrefin.
Og tilfmningin, að hafa náð að takast á við erfiðleika og
sigrast á þeim, kallaði fram bros og yljaði mönnum um
hjartarætur. jtftfsí
Höfundur um það leyti sem ferðin
var farin.
Heima er bezt 463