Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 41
Talið er að fjöldi þessara uppreisnarþræla hafi farið yfir 70
þúsund þegar flest var. Erfítt reyndist að sjá öllum þessum
skara fyrir vistum og öðrum nauðsynjum, en Spartacus réð
fram úr hverjum vanda af miklum hyggindum, skipulagði
ránsferðir í allar áttir og sá öllu vel borgið um skeið. En
stærsta vandamál hans var þó alla tíð að halda liðinu saman,
því að flokkurinn var ærið sundurleitur og óstýrilátur. Hann
lagði sig líka fram um að þjálfa liðið og búa það sem best
undir átök. Flestir fengu æfingu sem fótgönguliðar, en einnig
kom þessi slyngi foringi nokkru riddaraliði á fót.
Ráðamenn í Róm tóku fréttum af þessari þrælauppreisn
með ró í fyrstu. Þrælar voru sem sé alltaf að efna til uppþota
og venjulega reyndist nóg að senda lítinn herflokk til að
berja slíkt niður. En áhyggjur valdamanna jukust brátt, því
að rómverskir hermenn biðu hvem ósigurinn á fætur öðmm
fyrir þessu þrælaliði, sem bæði reyndist vel vopnum búið
og einnig stjómað af mikilli herkænsku. Breiddist því þessi
þrælauppreisn brátt út um allt í sunnanverðu landinu og varð
ástandið þá meira en lítið ískyggilegt. Báðir ræðismenn ársins
72 vildu freista þess að vinna bug á þessum ófögnuði sem
ógnaði ríkinu og héldu með hersveitir sínar á vettvang. Kom
þá til mikilla bardaga, en þeim lauk með því að stjómarherinn
neyddist til að hörfa fyrir Spartacusi og mönnum hans.
En þrátt fyrir stundarsigur gerði Spartacus sér ljóst að
vonlaust væri að berjast gegn rómverska ríkinu til lengdar.
Hann hafði líka aðeins ætlað sér að berjast til frelsis og
komast burt frá Italíu og heim. Hann lagði því upp með flokk
sinn og hélt norður eftir landinu, þar sem hann vann enn
einn sigur á rómversku herliði, svo að leiðin burt frá Italíu
virtist standa opin. En þá brast samheldni manna hans. Þeir
neituðu að halda lengra norður og heimtuðu í staðinn að snúið
yrði við, svo að þeir gætu tekið upp fyrra ræningjalíf sitt.
Velgengnin hafði stigið þeim svo til höfuðs að þá tók jafnvel
að dreyma um að hertaka sjálfa Rómarborg. Spartacus vildi
þá ekki snúa baki við félögum sínum og fylgdist með þeim
aftur suður á bóginn. Við þessi tíðindi greip urn sig mikil
skelfíng í Róm og öldungaráðið fól í skyndi auðmanninum
Crassusi að taka að sér yfirstjóm hersins. Hann tók þegar
að endurþjálfa liðið og beitti mikilli hörku til að stæla menn
sína til áræðis og hreysti. Ekki lagði hann til atlögu við
þrælaherinn þá þegar, heldur veitti hópum þeirra eftirför og
eyddi smáflokkum þeirra þegar tækifæri gafst. Með tímanum
komst líka los á fylkingar þrælanna og tóku þá sumir hópar
þeirra að stunda ránsferðir og dreifðu sér þá til ýmissa átta.
Eftir þessu hafði hinn varkári Crassus beðið. Skyndilega
herti hann sókn sína og tókst þá að umkringja þrælaherinn,
svo að hvergi var undankomuleið.
Spartacus vildi þá freista þess að brjótast út úr herkvínni
og hófst þá grimmileg ormsta, þar sem hvergi voru gefin
grið. Spartacus sýndi af sér fádæma hreysti og varpaði sér
hvað eftir annað inn í þröngina þar sem harðast var barist.
Hlutu ljölmargir sár og bana af höggum hans áður en yfír
lauk. En fylkingamar kringum hann riðluðust og sóttu þá
rómverskir hermenn að honum úr öllum áttum. Tók hann
um síðir að mæðast mjög af þreytu og sámm. Loks gat hann
ekki lengur haldið sér uppi og barðist þá um langa hríð á
Kvikmyndaleikarinn Kirk Douglas í hlutverki
SPARTACUSAR.
hnjánum. Að endingu lenti kastspjót á honum miðjum og
fór í gegnum hann, svo að þá féll hann niður dauður. Eftir
að foringinn var fallinn reyndist Rómverjum auðvelt að
sigra þrælaherinn.
Sagt er að um 60 þúsund þrælar hafi fallið í ormstunni,
en sex þúsund vom teknir til fanga og síðan krossfestir
meðfram veginum frá Capúa til Rómar, þar sem þeir héngu
lengi öðrum þrælum til viðvörunar. Fátæklegar leifar
þrælahersins komust undan á flótta, en lentu þá brátt í flasinu
á Pompeiusi hershöfðingja, sem þar var á ferðinni með mikinn
herflokk. Var sagt að Pompeius hefði eytt þrælahernum svo
gjörsamlega að enginn hefði undan komist. Þannig lauk
uppreisn Spartacusar, mestu og sögufrægustu þrælauppreisn
fomaldarinnar, með algjörum ósigri. En minningin um
þennan magnaða skylmingaþræl hefur lifað um aldir og
orðið yrkisefni hjá skáldum og rithöfundum og nú í seinni
tíð hafa verið gerðar áhrifamiklar kvikmyndir um þennan
kraftmikla og frelsisunnandi Þrakverja.
Heima er bezt 465