Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 43

Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 43
Áslaug hefir grátið sig þreytta og hallar sér fram á borðið eins og í draumkenndri leiðslu. Tíminn líður. Stofuhurðin opnast hljóðlega og Ari kemur inn til Áslaugar. Hann vissi hvað henni leið og vildi lofa henni að gráta í næði, vildi lofa henni að svala sál sinni í hreinum tárum og finna sjálfa sig. En nú ætlar hann ekki að láta hana vera eina með sorg sína lengur, heldur koma til móts við hana og segja henni hug sinn allan, bjóða henni samfylgd sína og stuðning gegnum lífíð. Ari gengur til Áslaugar og leggur höndina mjúklega á herðar henni. „Áslaug mín“, segir hann lágt og þýtt. Hún reisir andlitið úr höndum sér og lítur á hann tárvotum augum, en hann heldur áfram: „Eg skil vel sorg þína, Áslaug, og ég tek þátt í henni með þér, en nú er þessum þætti lokið í lífí þínu, og nú byrjar þú nýtt líf‘. „Já, nú ætla ég að byrja nýtt líf, en...“. Hún lýkur ekki við setninguna og grúfír andlitið í höndum sér. „En hvað, Áslaug?“ „Eg er svo einmana og djúpt fallin“. Ari tekur um herðar Áslaugar og reisir hana upp. „Viltu fylgjast með mér gegnum lífið, Áslaug, ég skal aldrei bregðast þér“. „Þú ert of góður drengur til þess að velja mig að lífsförunauti í framtíðinni“. „Trúir þú því ekki, Áslaug, að mér þykir vænt um þig?“ „Jú, því það hefír þú þegar sannað mér í verki, en mér fínnst ég ekki verðug ástar þinnar“. „En ég spyr þig, viltu fylgja mér í gegnum lífíð?“ „Já, Ari, því við þína hlið liggur mín eina hamingjuleið“. Hún hallar höfði sínu að barmi hans, þreytt, en sæl í fyrsta sinn á æfínni, og fínnur þar hið langþráða öryggi. * * * Elfa tímans áfram streymir, árin koma og líða skjótt. Enn á ný veitir hið íslenzka vor unaði lífsins inn í hverja sál. Hinir myrku vetrarskuggar eru horfnir fyrir ljósgeislum hinnar heitu vorsólar, og allt líf á hinni skrúðgrænu jörð laugast gulli. Svanhvít Árnadóttir hefir lokið hijúkrunarnámi sínu hér á landi, og hyggst nú kanna ókunna stigu. Hún hefír ákveðið að sigla út til Danmerkur og fullkomna þar hjúkrunarnám sitt. Hún hefír dvalið um tíma heima á Fjalli og kvatt foreldra sína, og nú er hún á leið heim til Áslaugar vinkonu sinnar, til þess að kveðja hana. Svanhvít gengur heim að snotru húsi og hringir dyrabjöllunni. Áslaug kemur til dyra og fagnar vinstúlku sinni hjartanlega. Svo býður hún henni inn í vistlega stofu, og vísar henni til sætis. Sjálf sezt hún andspænis vinstúlku sinni og segir glaðlega: „Þá ertu komin aftur að heiman. Hvað segir þú mér í fréttum þaðan, Svanhvít mín?“ „Allt ágætt, ég var beðin fyrir beztu kveðjur til þín og ykkar allra frá heimilisfólkinu í Hvammi“. „Eg þakka fyrir. Nú ætlum við Ari heim í sumar og eyða þar sumarfríinu. Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan ég kom heim að Hvammi“. „Það verður gleði fyrir ykkur öll að hittast á ný“. „Það vona ég, og ég er strax farin að hlakka til að koma í æskusveitina góðu og fallegu. En komdu nú með mér, Svanhvít, svo að ég geti sýnt þér hvað við erum orðin rík“. Svanhvít rís á fætur og fylgist með Áslaugu inn í svefnherbergi þeirra hjónanna. Áslaug gengur þar að litlu rúmi og sýnir vinstúlku sinni mánaðargamlan dreng, hraustan og fallegan, og segir: „I þetta sinn gaf skaparinn mér heilbrigt og fallegt barn. Mikið er ég hamingjusöm, Svanhvít mín“. Svanhvít horfir um stund hugfangin á barnið, og óskar svo Áslaugu innilega til hamingju með litla soninn. Svo ganga þær aftur inn í stofuna og taka sér þar sæti. Svanhvít virðir stofuna fyrir sér, og hún gleðst hjartanlega yfir hinu vistlega heimili Áslaugar. Þar ber allt glöggan vott um reglusemi og hinn mesta myndarskap. Sjálf er Áslaug gjörbreytt, hraust og glöð sinnir hún nú skyldum móður og eiginkonu, og uppfyllir þær háleitu skyldur með prýði. Svanhvít snýr sér að vinkonu sinni og segir alúðlega: „Líður þér ekki vel í alla staði, Áslaug mín?“ „Jú, Svanhvít, nú líður mér vel og mér fínnst ég eiga þér mest að þakka hamingju mína. Það varst þú, sem talaðir mínu máli við Ara“. Svanhvít brosir. „Það er lítið mér að þakka, Áslaug mín, en nú gleðst ég innilega yfír hamingju þinni“. Áslaug horfir þögul um stund á vinstúlku sína, og garnlar endurminningar streyma fram í huga hennar. Hún minnist þess nú, þegar þeir félagamir, Ari og Gunnar, stunduðu laxveiðarnar í Hvammsánni forðum, og hún fékk hugboð um það, að Gunnar og Svanhvít væru hrifín hvort af öðru. En það gat hún ekki þolað. Þá greip hún til sinna lægstu hvata og sagði þeim báðum ósatt, til þess að binda endi á frekari kynni þeirra. Ef til vill hefír hún spillt hamingju þeirra beggja með ósannindum sínum. Gunnar hefir hún ekki séð síðan hann kvaddi hana heima á túninu í Hvammi, daginn sem þeir félagamir fóm suður. En Svanhvít hefír ávallt reynzt henni eins og bezta systir og greitt götu hennar bezt, þegar allir aðrir höfðu snúið við henni baki. Áslaug iðrast nú sárlega hinna gömlu ósanninda sinna. Svanhvít er á fömm af landi burt, og að líkindum sjást þær ekki í bráð. Hún getur ekki skilið svo við vinstúlku sína, að hún segi henni ekki sannleikann og biðji hana fyrirgefningar, þó seint sé. Að öðrum kosti er hún þess fullviss, að samvizkan lætur hana aldrei í friði. Áslaug rýfur að lokum þögnina og segir: „Og þú ert að sigla af landi burt, Svanhvít mín?“ „Já, ég kom til þess að kveðja þig, Áslaug“. „Hvenær býstu við að koma heim aftur?“ „í haust, ef allt gengur að óskum“. „Ef einhver Daninn tekur þig þá ekki frá okkur“. Heima er bezt 467

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.