Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 42
„Þú ert beztur af öllum, Ari, og hvergi vildi ég frekar vera,
en hjá þér“.
„Þá er bezt að ég taki þig heim með mér núna, bifreið
mín bíður héma úti. Treystir þú þér ekki til þess að koma
með mér?“
„Jú, ég get vel setið í bifreið smáspöl“.
„Þá er bezt að biðja Svanhvíti, vinstúlku okkar, að búa þig
undir ferðalagið. Hún hlýtur að koma hingað bráðlega“.
Svanhvít er ekki langt undan, hún gerir ráð fyrir að samtalið
sé komið á réttan rekspöl, og gengur innan stundar aftur inn
í herbergi vinstúlku sinnar. Ari situr við legubekk Áslaugar
og heldur um hönd hennar. Svipur beggja ber vott um gleði,
og Ari segir við Svanhvíti:
„Áslaug ætlar að koma heim með mér og dvelja hjá okkur
fyrst um sinn“.
„Það gleður mig að heyra, þá er öllu borgið í bili“.
Ari rís á fætur, en Svanhvít gengur að legubekk Áslaugar
og hjálpar henni að klæðast ferðafötum. Svo tekur hún saman
það nauðsynlegasta af farangri hennar og setur það niður í
tösku. Áslaug nýtur umhyggju vinstúlku sinnar eins og lítið
bam, og heit þakklætistár leita stöðugt fram í augu hennar.
Ari tekur við ferðatöskunni, en Svanhvít leiðir Áslaugu út
að bifreið hans. Þar kemur hún henni vel fyrir í framsætinu,
og Ari sezt í ökumannssætið við hlið Áslaugar. Svanhvít
veit að nú er vinstúlku hennar vel borgið. Hún kveður hana
með hlýjum kossi og lofar að koma bráðlega í heimsókn til
hennar. Svo kveður hún Ara og gengur aftur inn í herbergi
Áslaugar til þess að hagræða þar ýmsu og loka íbúðinni.
Að því loknu hraðar hún sér heim á sjúkrahúsið, létt í
spori og sigurglöð.
* * *
Hljóðlátt síðvetrarkvöld sveipar þunnri húmslæðu hina
fögru höfuðborg. Áslaug frá Hvammi situr ein í vistlegu
herbergi, hallar sér fram á lítið stofuborð, grúfir andlitið
í höndum sér og grætur. Hún er nýkomin heim frá því að
fylgja baminu sínu til grafar, og hin dýpsta sorg gagntekur
sál hennar.
Hinn hannþrungni hugur Áslaugar lítur yfir atburði
síðastliðinna vikna. Henni hefir liðið vel á heimili Ara.
Móðir hans hefir reynzt henni sem bezta móðir, og enginn
hefír nokkru sinni minnzt á hrösun hennar. Fyrir hálfum
mánuði síðan fæddi hún bamið sitt, stúlku, en hún var strax
frá fæðingu fárveik og afskræmd af þjáningum. Hin skerandi,
sáru hljóð bamsins hljóma ennþá í sál Áslaugar, og vekja
ómælisdjúpar samvizkukvalir í sál hennar. Átti hún ekki
sök á sjúkleika barnsins síns og kvöl? Gat annað verið en
bamið hennar hlyti slík örlög? Hún, móðirin, sem stöðugt
var undir áhrifum áfengis, gegnsýrð af tóbakseitri og oft
næringarlítil dögum saman. Litla, saklausa barnið hennar
heftr dáið fyrir hinar hræðilegu pyndingar móðurinnar.
Áslaug grætur sárt og lengi. Hið fyrra líf hennar skapar
stöðugt dýpri viðbjóð í sál hennar, eftir því sem hún hugleiðir
það lengur. í dag, við gröf litla bamsins síns, strengdi hún
þess heit að byrja nýtt líf og verða heiðarleg stúlka héðan
í frá. En framtíð hennar er með öllu óráðin. Áslaug veit
ekki hve lengi hún fær að dvelja á hinu góða heimili Ara
vinar sins, á það hefir hann aldrei minnzt. Við hlið Ara yrði
hún að nýrri og betri stúlku. En hún getur ekki vænzt þess
að hann vilji bindast sér, eftir alla hennar niðurlægingu og
smán, þó hann hafi ef til vill einu sinni haft það í huga að
njóta ástar hennar. En vináttu hans vonast hún til að eiga
þrátt fyrir allt, og henni skal hún aldrei glata.
466 Heima er bezt