Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 34
gerði, og heitir „Bárðardalur er besta sveit“, um og eftir
1980. Ég þakka Hjördísi ljóðið.
Bárðardalur
Þú, dalur, með þœr tröllatryggðir
að taka á þig
hans nafn, er fyrst hér festi byggðir,
en flutti sig.
Sem sælu naut við sólskins skaut
eitt sumar allt,
en eiru þraut og bjóst á braut,
er bléstu kalt.
Og fleiri þinna heimahaga
svo hjuggu bönd,
og flúðu að sækja sœlli daga
í suðurlönd.
En færð var sein við fönn og stein
og fá góð kjör.
Eg þekkti svein með biluð bein
í Bárðar för.
En Bárður sá, þó seint um færi
hans sauðaval,
að sérhver kind sér bjargað bœri
úr Bárðardal.
Með nesti gekk frá stofu og stekk
hver strokskepnan,
og karl ég þekkti, er þannig fékk
í þverpokann.
En gadd hefur syðra Bárður barið
og brugðist sól.
Og þá í muna feginn farið
í fyrri skjól.
Og horft til skýs þá hríð var vís
og hörku ýkt.
Eg kunni vísu kveðna á ís,
er kalsar slíkt.
Þótt Bárður flytti um Jjallavegi
sitt fé og mal,
hann flutti byggð, en búsæld eigi
úr Bárðardal.
Afkvisti og tó að krafsa snjó
i ku/dabeit,
en hafa þó af nesti nóg
í næstu sveit.
Þetta var nokkuð langur dægurljóðaþáttur, eða hvað við
viljum kalla hann.
Þakka kveðjur og viðurkenningar, sem þátturinn hefur
fengið. Lifið heil.
Auðunn Bragi Sveinsson,
Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík
audbras@ simnet. is
00
Möppurnar utan um Heima er bezt
geyma blaðið í handhægu formi.
Hver mappa tekur einn árgang.
HEIMA ER
Pöntunarsími: 553-8200
Netfang: heimaerbezt@simnet.is
458 Heimaerbezt