Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 44
Áslaug brosir dálítið glettin, en Svanhvít andvarpar næstum
dapurlega.
„Nei, slíkt kemur ekki til greina, Áslaug mín, ég hugsa
ekki um þá hluti“.
Áslaug lýtur höfði um stund, en svo segir hún lágt:
„Einu sinni sagði ég þér ósatt, Svanhvít, og mikið iðrast
ég þess nú“.
„Hvenær var það, Áslaug mín?“
„Þá vorum við heima í sveitinni okkar, ég kom í heimsókn
til þín á fögru sumarkvöldi, og þú fylgdir mér á leið, þegar
ég fór til baka. Það sumar stunduðu þeir vinimir, Gunnar og
Ari, laxveiðar í Hvammsánni. Manstu ekki eftir því?“
Svanhvít lítur dálítið undrandi á vinstúlku sína, en svipur
hennar leynir ekki hinum niðurbælda sársauka, sem samtalið
ýfir upp í sál hennar. Svanhvít segir:
„Jú, ég man eftir því, að þeir stunduðu laxveiðar í
Hvammsánni, en það er óþarfi að rifja það upp núna“.
„Nei, ég verð að segja þér sannleikann, Svanhvít mín. Ég
sagði þér þá að Gunnar væri heitbundinn stúlku í Reykjavík,
eða eitthvað á þá leið, en það var með öllu ósatt, ég var sjálf
hrifin af Gunnari, en hélt að þú yrðir mér skæður keppinautur.
Og þess vegna sagði ég þér ósatt, svona var ég ómerkileg.
Getur þú fyrirgefíð mér það, Svanhvít?"
„Mér fínnst ég ekkert hafa að fyrirgefa þér, Áslaug, við
Gunnar þekktumst eiginlega ekki neitt, og ég hefi aldrei séð
hann síðan á héraðssamkomunni að Hofsvöllum“.
„Nei, en hefði ég aldrei sagt þér ósatt, hefði fundum ykkar
ef til vill borið aftur saman, og þess vegna kvelur samvizkan
mig nú“.
„Hafðu rólega samvizku þess vegna, Áslaug mín, en gerðu
það eitt fyrir mig, að minnast aldrei á þetta framar“.
Áslaug rís á fætur, leggur handlegginn um hálsinn á vinstúlku
sinni og felur andlitið undir vanga hennar.
Svanhvít brosir og strýkur blíðlega yfir vanga Áslaugar,
en ósjálfrátt fínnur hún til gleði í hjarta sínu yfír játningu
vinkonu sinnar.
Áslaug gengur fram úr stofunni og framreiðir kaffí handa
þeim. Svanhvít tefur lengi og nýtur gestrisni Áslaugar, en svo
er dvalartími hennar á þrotum, og hún býst til brottferðar.
Þær kveðjast með miklum innileik, vinkonumar, og Svanhvít
heldur leiðar sinnar. En Áslaug horfír á eftir vinkonu sinni
þar til hún hverfur henni úr augsýn, og augu hennar blika
full af táram þakkar og vináttu.
„Guð og gæfan fylgi þér, göfuga æskuvinkona“, hvíslar
hún og strýkur burt tár sín.
Nú eru leiðir þeirra skildar að sinni, og ókunn ævintýralönd
bíða ungu prestsdótturinnar frá Fjalli.
* * *
Sumarið er liðið. Danmörk, hið ókunna ævintýraland Svanhvítar
Ámadóttur hjúkranarkonu, er þegar hjúpað fölva og helgiró
haustsins. Laufíð fallið af trjánum, akramir bleikir, söngur
fuglanna hljóðnaður, nóttin dimm, og öldur hafsins svarra
þungt við ströndina.
Svanhvít hefir lokið hjúkrunamámi sínu við stórt sjúlvrahús
í Kaupmannahöfn, og innan skamms hyggst hún sigla heim
til föðurlandsins að nýju. Hin unga hjúkranarkona hefir náð
miklum vinsældum meðal sjúklinga sinna og samstarfsmanna
og kvenna. Henni hefír boðizt staða við sjúkrahúsið, en hún
kýs að hverfa heim til Islands og starfa þar.
Svanhvít situr í vistlegu einkaherbergi í hinu stóra sjúkrahúsi
og nýtur hvíldar að starfi loknu. En skyndilega er þögnin
umhverfis hana rofm. Léttu höggi er drepið á herbergishurðina.
Svanhvít rís á fætur og gengur til dyra og opnar þær. Doktor
Jörgensen, yfirlæknir sjúkrahússins, stendur við dymar. Hann
hneigir sig brosandi og segir:
„Fyrirgefið þér ónæðið, fröken Svanhvíf‘.
„Það er ekkert að fyrirgefa, doktor Jörgensen. Get ég
eitthvað gert fyrir yður?“
„Já, og það er dálítið stórvægilegt sem mig langar að biðja
yður. Fyrir stundu síðan kom maður hingað til sjúkrahússins
og bað um aðstoð hjúkranarkonu á einkaheimili. Málavextir
eru þannig, að nokkuð langt héðan frá borginni er gamalt
herramannssetur á afskekktum stað úti á ströndinni. Þar býr
gömul hefðarfrú ásamt syni sínum, herra Fjallström. Gamla
konan er veik og hefir legið rúmföst um tíma, þjónustufólkið
getur ekki veitt henni þá hjúkran sem með þarf, en gamla
frúin aftekur með öllu að fara á sjúkrahús, og sonur hennar
getur ekki hugsað sér að neyða hana til neins. Gamla frúin
þarf góða hjúkranarkonu, og hr. Fjallström, sem er vinur
minn, kom hingað í leit að hjúkranarkonu, til þess að stunda
móður sína á meðan hún liggur sjúk. En ég hefí meira en
nóg með mitt starfslið að gera, eins og þér vitið, fröken
Svanhvít, og get enga hjúkranarkonu misst. En þar sem
mig langar til að hjálpa þessum vini mínum, kom mér til
hugar að fara þess á leit við yður, hvort þér vilduð ekki
fresta heimför yðar um tíma og hjúkra gömlu frúnni þar til
eitthvað rætist úr fyrir henni“.
Svanhvít hikar við svarið. Hvað á hún að gera? Takmarki
námsins er náð, og heimþráin svellur í sál hennar, en gömul,
sjúk kona þarfnast hjálpar, og doktor Jörgensen leitar til
hennar eftir aðstoð. Hún má ekki neita, slíkt hæfði ekki
köllun hennar. Svanhvít lítur á doktor Jörgensen og segir:
„Eg skal verða við ósk yðar, doktor, þar til eitthvað rætist
úr fyrir gömlu konunni með aðra hjúkranarkonu“.
„Ég er yður mjög þakklátur, fröken Svanhvít, ég segi þá
vini mínum, hr. Fjallström, að þér ætlið að fara með honum.
Hann bíður hér fyrir utan sjúkrahúsið í vagni sínum“.
„Já, þér megið segja honum það, ég skal verða tilbúin
innan lítillar stundar".
Doktor Jörgensen hraðar sér út að vagni vinar síns og
segir honum hin farsælu málalok, en Svanhvít býr sig til
ferðar í skyndi.
Hin unga hjúkranarkona stígur inn í vagninn hjá herra
Fjallström, og hann ekur þegar af stað. Vagninn er fom að
gerð, en mjög skrautlegur og ber ljósan vott um gamla hefð
og ríkidæmi eigenda sinna. Svanhvít virðir hann fyrir sér á
meðan hún kemur sér þægilega fyrir í dúnmjúku, flosklæddu
sæti við hlið herra Fjallström. En svo beinist athygli hennar
að sjálfum ökumanninum.
468 Heima er bezt