Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 24
mjög vandað. En svo góð gat saumnálin samt aldrei orðið,
að vinnan við saumana væri ekki alltaf bæði seinleg og
þreytandi, og engin teljandi breyting varð á því, fyrr en
saumavélin kom til sögunnar.
Fyrsta tilraunin til að setja saman vél í því skyni að draga úr
erfíðinu við saumana, var gerð fyrir hér um
bil 200 árum. Englendingur einn, Charles F.
Weisenthal að nafni, átti heiðurinn af henni.
Hann gerði frumsmíði að saumavél og fékk
einkaleyfí fyrir uppgötvun sinni 1755. Nálin
í henni var ydd á báðum endum og augað
var á henni miðri, en því miður var vélin
ónothæf og gagnslaus.
Næstu tilraun, sem sögur fara af, gerði
annar Englendingur, Thomas Saint, 35 árum
síðar. Vél hans var til þess ætluð að sauma
leður, en hún varð ekki heldur að gagni. A
næstu áratugum unnu tveir Englendingar,
Stone og Henderson að nafni, að því að fínna
upp saumavél, og sömuleiðis Tyrolbúinn,
Madersperger, en engum þeirra heppnaðist Elias Howe.
að fínna upp svo fullkomna vél, að hún gæti
talizt fyllilega nothæf.
Þá er næst að nefna franskan skraddara, Barthelemy
Thimonnier að nafni. Hann átti heima í bæ, sem nefnist
St. Etienn.
Hann var aðeins fátækur handverksmaður, en tókst þó
að gera nothæfa saumavél eftir margra ára óþreytandi elju
og óteljandi árangurslausar tilraunir. Arið 1830 fékk hann
einkaleyfí fyrir uppgötvun sinni.
Vél Thimonniers var úr tré og saumaði svonefndan
keðjusaum. Hann er í aðalatriðum þannig, að hver lykkjan
tekur við af annarri eftir saumnum endilöngum, og grípa
þær hver í aðra. Slitni þráðurinn á einum stað, raknar allur
saumurinn upp. Nálin var með eins konar agnhaldi eða krók
við oddinn, líkt og er á heklunálum.
Uppgötvunin vakti allmikla athygli. Thimonnier settist að
í París, og ýmsir mikilsmegandi menn hétu honum stuðningi
til að koma henni á framfæri. fnnan skamms var hún tekin
til notkunar og þess er getið, að um skeið hafí verið unnið
samtímis með 80 vélum af þessari gerð á verkstæði einu
í Parísarborg, þar sem saumaðir voru einkennisbúningar
fyrir hermenn.
En það var öðru nær, að allir fögnuðu þessari nýju vinnuvél,
og sízt þeir, sem báru hita og þunga dagsins af erfíðinu við
saumastarfið. Þeir óttuðust, að saumavélin mundi spilla
atvinnu þeirra. Og svo fór, að hópur skraddara brauzt inn í
verkstæðið og eyðilagði vélamar.
En Thimonnier gafst ekki upp. 1845 stofnaði hann
saumavélaverksmiðju í félagi við annan mann. Þetta virtist ætla
að heppnast. Vélamar vom seldar á 35 krónur hver. Þremur
ámm síðar (1848) höfðu þær verið endurbættar og saumuðu
eftir það rúmlega 200 nálspor á mínútu. - En stjómarbylting,
sem varð í Frakklandi þetta ár, Febrúarbyltingin svonefnda,
hindraði starfsemi verksmiðjunnar, og Thimonnier varð loks
að gefast upp.
Nokkrum árum síðar dó hann, snauður og óþekktur.
VI.
Samtímis Thimonnier unnu margir aðrir hugvitsmenn að
þessu sama viðfangsefni. í Bandaríkjunum, Englandi og
Frakklandi vom veitt yfír 30 einkaleyfí fyrir saumavélum
á ámnum frá 1830 til 1850.
Allt voru þetta frumsmíðar, og það var sameiginlegt með
þeim öllum, að þær voru komnar of skammt á veg til þess
að geta orðið að notum.
Ein þessara tilrauna var merkust. Sá, sem gerði hana
(1832-1834), hét Walter Hunt og var Bandaríkjamaður.
Honum hafði hugkvæmzt að nota tvo þræði. Annan lét
hann nálina koma með ofan frá og fara með hann tvöfaldan
niður í gegn um efnið, sem átti að sauma. Þegar nálin fór upp
aftur, gerði núningsmótstaðan milli hennar og efnisins það að
verkum, að undir neðra borði þess myndaði saumþráðurinn
lykkju, nægilega víða til þess, að svonefnd skytta geti farið í
gegn um hana með annan þráð, sem vamaði því, að lykkjan
drægist upp aftur, en hins vegar hertist vel að báðum þráðunum
inni í efninu, sem verið er að sauma. Augað var við oddinn
á nálinni.
Með þessari aðferð er hinn svonefndi stangasaumur gerður.
og hann átti mikla framtíð í vændum.
En Hunt fullgerði aldrei uppgötvun sína og er því talið
um að kenna, að hann hafí skort þrek og þrautseigju, bæði
448 Heima er bezt