Bænavikan - 22.11.1958, Síða 11

Bænavikan - 22.11.1958, Síða 11
ljós, að hjarta hans starfaði eðlilega. Hvorki hjartað eða æðastíflun ollu vanlíðan hans, heldur aðeins of hæg blóðrás og svo áhrif in- flúenzunnar á aldraðan mann. I stað þess að ráðleggja honum meðul, lagði Dr. White svo fyrir, að hann tæki upp fyrri háttu og gengi a. m. k. 1—2 mílna vegalengd á degi hverjum. Áður en tíu dagar voru liðnir, hvarf bólgan úr fótleggjunum, og nú eftir þrjú ár er hann mjög heilsugóður. Styrkurinn kemur við þjálf- un. Ef við notum hæfileikana, sem Guð hef- ur gefið okkur, munu þeir aukast. „Þeir, sem gera ekkert fyrir málefni Guðs, munu ekki vaxa í náð og þekkingu á sannleikanum. Mað- ur, sem leggst niður og neitar að hreyfa limi sína, myndi brátt missa allan mátt til að nota þá,“ (C.T. 517) segir Str. White. Sama máli gegnir með hinn kristna, ef hann notar ekki þá hæfileika, sem Guð hefur gefið honum, get- ur hann ekki vaxið upp til Krists, heldur miss- ir hann þann mátt, sem hann þegar hafði. „Hann verður andlegur krypplingur. Það eru þeir, sem reyna að hjálpa öðrum af kærleika til Guðs og meðbræðra sinna, sem verða stað- fastir, styrkir og grundvallaðir í sannleikan- um.“ (Sama bók 517.) Ennfremur, „Margir, sem játa kristna trú, hafa andlegar meltingar- truflanir. Þeir eru heimatilbúnir öryrkjar, og andleg veiklun þeirra er bein afleiðing eigin ófullkomleika. ... Þeir eru slakir þjónar, sem gera sjálfir ekkert, en geti þeir fundið ein- hverja galla hjá öðrum, eru þeir athafna- og áhugasamir. Kristinn maður, sem ekkert að- hefst, getur ekki haldið heilsu. Andleg veik- indi eru afleiðing vanræktrar skyldu. ... Það er aðeins eitt, sem megnar að lækna andlega leti, og það er starf, starf fyrir þá, sem þarfn- ast hjálpar ykkar.“ Testimonies 4. b. bls. 235, 236. „Þeir, sem samstarfa ekki með Kristi að frelsun sálna og kappkosta ekki að þóknast Guði, munu ekki öðlast mikið andlegt vöðva- afl. Við þurfum stöðugt að nota máttinn, sem við höfum, svo að hann stælist og aukist.“ (Sama bók 75.) Eftir því sem hinn kristni vex og þroskast, því meira notar hann hæfileikana, sem Guð hefur gefið honum. Lögmál kær- leikans krefst þess, að líkami, andi og sál séu helguð starfi fyrir Guð og meðbræður okkar. Þetta starf er ekki aðeins öðrum til blessunar, heldur veitir það okkur sjálfum ríkulega blessun. „Guð kallar þá, sem eru andvaralausir íZíon, í söfnuðinum, til að hef jast handa. ... Hann þráir bænrækna og trúa starfsmenn, sem sá sæði sannleikans.“ Og þetta er blessunin, sem þeir hljóta, er starfa fyrir hann. „Þeir, sem starfa þannig, munu komast aö raun um, að reynslurnar, sem þeir þola með einbeitni í nafni og mætti Jesú, veita trúarfestu og hug- rekki.“ (Sama bók.) Að sigrast á reynslum, þrengingum og vonbrigðum er merki um kristilegan vöxt og þroska. Margir safnaðar- meðlimir eru svo tilfinninganæmir, að þeir missa löngun til að sækja kirkju vegna ein- hvers smávægilegs misskilnings, og að lokum missa þeir ekki einungis áhugann fyrir kristi- legum samkomum, heldur einnig kærleikann og trúna á Guð. Þeir, sem taka þátt í safn- aðarstarfinu á virkan hátt, eru svo önnum kafnir, að þeir hafa lítinn tíma til að gagnrýna eða missa kjarkinn vegna einhverra smámuna. Með því að taka þannig þátt í ýmsum grein- um starfsins og gegna með trúmennsku ábyrgðarhlutverkum sínum, öðlast þeir styrk til að framkvæma þau störf, sem þeim kunna síðar að vera falin, en þeir, sem starfa ekkert fyrir Jesúm, verða magnlausir og munu ekk- ert endurgjald hljóta að lokum. Vanmegna hendur munu ekki geta haldið sér í hinn Al- máttka, og skjögrandi hné þeirra munu ekki geta haldið þeim uppi á degi neyðarinnar. „Markmið kristilegs lífernis er, að bera ávexti.“ Christ’s Object Lessons, bls. 67. En það er engra ávaxta að vænta hjá þeim, sem hugsa aðeins um sjálfa sig. Gleymið sjálfum ykkur og reynið að hjálpa öðrum. „Tala um kærleika Krists, seg frá gæzku hans. Ger skyldu þína, þegar hún gerir vart við sig. Ber sáluhjálp annarra fyrir brjósti, og leitastu við að bjarga hinu týnda eftir því sem í þínu valdi stendur. Þegar þú öðlast anda Krists, — anda óeigingjarns kærleika og starfs fyrir aðra, — muntu vaxa og bera ávöxt. Gjafir andans munu þroskast í lunderni þínu. Trú þín mun aukast, sannfæring þín dýpka og kær- leikur þinn fullkomnast. Þú munt stöðugt end- urspegla mynd Krists í öllu, sem er göfugt og gott ... “ Sama bók, bls. 68. „Strax og ávextirnir koma í ljós, tekur hann sigðina, því að uppskerutíminn er kominn." Kristur bíður eftir því með innilegri þrá, að hann sjálfur opinberist í söfnuði sínum. Þegar

x

Bænavikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.