Bænavikan - 22.11.1958, Síða 13
Lestur þriðjudagsins 25. nóvember 1958.
Að þéi* vegni vel, og að |»ia sért lieill heilsu
EFTXR T. R. FI.AIZ
„En sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum,
er bindindissamur í öllu, þeir til þess að hljóta
forgengilegan sigursveig, en vér óforgengi-
legan. Þess vegna hleyp ég þá ekki eins og upp
á óvissu; ég berst eins og hnefaleikamaður, er
engin vindhögg slær; en ég leik líkama minn
hart og gjöri hann að þræli mínum, til þess
að ég, sem hefi prédikað fyrir öðrum, skuli
ekki sjálfur verða gjörður rækur.“ 1. Kor. 9,
25—27.
Fyrr í þessu sama bréfi til Korintumanna,
vekur Páll athygli þeirra á því, að líkamir
okkar allra séu musteri Guðs. „Vitið þér eigi,
að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs
býr í yður? Ef nokkur eyðir musteri Guðs,
mun Guð eyða honum, því að musteri Guðs er
heilagt, og það eruð þér.“ 1. Kor. 3, 16. 17.
Til eru þeir, sem lýsa því yfir bæði í orði og
athæfi, að það sé persónulegt einkamál þeirra
sjálfra, hvað þeir geri við líkami sína. Vilji
þeir eta yfir sig og stytta ævi sína um tíu eða
tuttugu ár með hjartaslagi, komi það þeim
einum við. Ef þá langar til að drekka, reykja,
ofgera sér með vinnu eða vinna ekki nóg,
komi það þeim einum við. Þessir menn gleyma
skyldu sinni við fjölskyldu sína, söfnuð, þjóð-
félag eða ættland. Viðvíkjandi skyldu þeirra
við Guð, segir Páll ennfremur: „Eða vitið þér
ekki, að líkami yðar er musteri Heilags anda
í yður, sem þér hafið frá Guði? Og ekki eruð
þér yðar eigin, því að þér eruð verði keyptir.
Vegsamið því Guð í líkama yðar.“ 1. Kor. 6,
19. 20.
í þessum athugasemdum er það ljóslega
fram sett, að því meiri vitsmunalegan skiln-
ing sem einstaklingurinn hefur á heilsuvernd,
því ábyrgari er hann fyrir Guði á heilsusam-
legu viðhaldi líkama síns. Okkur er sagt, að
líkaminn sé ekki okkar eiginn, heldur hafi
Guð léð okkur hann. Hann er tæki, sem við
getum vegsamað Guð með. Við verðum því að
álykta, að Guð beri heilsu okkar fyrir brjósti
eða líkamlegt ásigkomulag okkar.
Ofangreind staðhæfing Páls lýsir upphaí:
legum tilgangi Guðs með sköpun mannsins. í
bókinni Ministry of Healing, bls. 415, lesum
við: „Samkvæmt guðlegri ráðsályktun átti
maðurinn, sem er öllum lífverum æðri og
kóróna sköpunarverksins, að tjá hugsun Guðs
og opinbera dýrð hans, því að „Guð skapaði
manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann
eftir Guðs mynd.“ 1. Mós. 1, 27. Guð auð-
sýndi manninum heiður með því að skapa hann
eftir sinni mynd, og hann bjó honum hið merk-
asta sköpunarverk, sem maðurinn hefur nokkra
hugmynd um, — mannslíkamann, — og léði
honum ævilangt, (upphaflega var ætlazt til
að það yrði eilíflega) og bað um það eitt, að
maðurinn vegsamaði skapara sinn í líkama
sínum. „Svo áminni ég yður, bræður, að þér,
vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram líkami
yðar að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri
fórn, og er það skynsamleg guðsdýrkun af
yðar hendi.“ Róm 12, 1.
Það er ástæða til að ætla, að kjarni og líf
fagnaðarboðskaparins sé endurreisn guðs-
myndarinnar í manninum. Hlutverkið, sem
Jesús fól lærisveinum sínum, gerir þetta sam-
band augljóst. „En á ferðum yðar skuluð þér
prédika og segja: Himnaríki er í nánd. Lækn-
ið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa,
rekið út illa anda; ókeypis hafið þér meðtekið,
ókeypis skuluð þér af hendi láta.“ Matt. 10,
7. 8. Þessi fyrirskipun, sem lærisveinunum
var gefin viðvíkjandi starfsháttum, er sönn
lýsing á starfsaðferð Krists sjálfs.
Oftsinnis greina guðspjallahöfundarnir frá
því, að Jesús hafi snortizt meðaumkun vegna
þjáninga mannfjöldans, sorga hans og hung-
urs. Af fordæmi Krists megum við draga þá
skynsamlegu ályktun, að það er í sjálfu sér
verðugt markmið kristniboðsstarfs að lina