Bænavikan - 22.11.1958, Page 20

Bænavikan - 22.11.1958, Page 20
— 20 meir athygli hans og þrek. Það er nærri því ógerningur að' muna eftir því, að söfnuðurinn á fyrst og fremst að helga sig boðun hins lif- andi orðs og gefa sig hið allra minnsta að stjórnarstörfum. Fordæmi okkar, Kristur, átti hvergi höfði sínu að að halla. Hann ákvarðaði söfnuði sínum að lifa pílagrímslífi, en ekki að hann tæki sér fastan aðsetursstað og væri andvaralaus í Zíon. (Amos 6, 1.). Kristindóm- urinn er fyrst og fremst alþjóðlegur. Fyrir honum fyrirfinnast engin landamæri milli þjóða og kynflokka. Hann umber enga annar- lega hugmyndafræði eða heimspeki. Einhver hefur réttilega sagt: „Um leið og hinn kristni sekkur sér niður í staðlæg eða þjóðleg hugð- arefni, hættir hann að vera kristinn.“ Reynum sem heild að endurheimta þetta mikilvæga kristniboðsafl, sem hjálpar okkur til að vera trú hinu heimsvíðtæka ætlunar- verki, sem okkur hefur verið falið. Helgum okkur kristniboðsstarfinu og fórnum fyrir það, svo að við getum í sannleika beðið: „Guði séu þakkir fyrir, að hann hefur leyft okkur að taka þátt í starfi hans.“ Framtíðarhorfur. Ef við lítum til baka yfir nærri heillar aldar kristniboðsstarf í fjarlægum löndum, sjáum við, að það markast af stöðugum framgangi aðventboðskaparins í heiminum, og við lítum framhjá dauðu punktunum og því, sem okkur hefur virzt vera andstreymi, því að oft á tíð- um var það, sem leit út fyrir að vera farar- tálmi eða hindrun, til þess að reyna trú okkar og minna okkur á, að við værum að vinna fyrir Guð, og hann snýr öllu til góðs að lokum. Söfnuðurinn er án efa samfélag Guðs barna, en saga hans er ennþá óaðskilin sögu heims- ins, og við eigum að halda starfinu áfram í því umhverfi og meðal þeirra, sem við erum. Það er ekki hægt að hagnýta sér marga málma í upphaflegu ásigkomulagi þeirra. Málm- vinnslumaðurinn verður að uppgötva þær málmblöndur, sem gera gullið eða stálið þjál- ast til að gegna því hlutverki, sem því er ætl- að. Hinn mikli Meistari veit, hvað fólki hans er fyrir beztu, og í vísdómi sínum leiðir hann það að lokatakmarkinu, sem hann hefur sett því. Samkvæmt forsjón Guðs eru miðstöðvar fagnaðarerindisins mestmegnis í norðvestur- hluta Evrópu og norðurhluta Ameríku, með ýmsum smærri stöðvum annars staðar. Það er ekki hægt að draga ákveðnar markalínur um- hverfis hinar kristnu miðstöðvar, og það fer vel á því. Þessi landamæri hafa færzt til und- anfarna áratugi og geta enn átt eftir að breyt- ast. Viðvörunin, „að öðrum kosti kem ég til þín og færi ljósastiku þína úr stað, ef þú gjör- ir ekki iðrun.“ (Op. 2, 5.), á við um söfnuð- inn á öllum öldum og einnig í dag. Vegna ótrúmennsku og fráfalls hafa mörg þeirra landa, sem voru miðstöðvar kristninnar, misst ijósastiku sína, og önnur lönd, sem snúizt hafa frá heiðni til kristinnar trúar, geta enn orðið miðstöðvar, sem endurvarpa ljósi sannleik- ans. Sagði ekki Kristur: „Og menn munu koma frá austri og vestri, og frá norðri og suðri, og sitja til borðs í guðsríki. Og sjá, til eru síðastir, er verða munu fyrstir, og til eru fyrstir, er verð’a munu síðastir." Lúk. 13, 29. 30. Þaö lítur út fyrir að síðasti helmingur tutt- ugustu aldarinnar verði erfiðara tímabil fyrir söfnuðinn í mörgum löndum en verið hefur síðustu hundrað og fimmtíu árin. Byltingin, sem altekur heiminn í sambandi við stjórn- mál, félagsmál og menningarmál, hefur einnig áhrif á söfnuðinn. Honum er ógnað með of- beldi og blóðsúthellingum, sem hingað til hafa ekki þekkzt meðal menningarþjóða. Þrátt fyrir umrót og ofbeldi nútímans á söfnuðurinn að svara áskorun hins ólokna ætl- unarverks, vitandi að Guð mun fara fyrir þjónum sínum. „Heimurinn er ekki stjórn- laus. Komandi viðburðir eru í hendi Drottins. Guð himinsins ábyrgist jafnt velferð safnað- arins og örlög þjóðanna." Test. 5. b. bls. 733. „Bræður, það er ekki tími til að syrgja eða láta hugfallast, enginn tími til að láta efa og vantrú ná tökum á sér. Kristur er ekki lengur frelsarinn í nýju gröfinni hans Jósefs, sem stórum steini hefur verið velt fyrir og inn- sigluð rómversku innsigli. Frelsari okkar er upprisinn. Hann er konungur, Drottinn drottna, sem situr meðal kerúbanna, og hann vakir enn yfir fólki sínu mitt í öngþveiti og ringulreið þjóðanna. Sá, sem stjórnar alheim- inum, er frelsari okkar. Hann úthlutar hverri prófraun; hann gætir brennsluofnsins sem prófar hverja sál. Þegar veldi konunganna

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.