Bænavikan - 22.11.1958, Page 26

Bænavikan - 22.11.1958, Page 26
meðal okkar. Við höfum mikinn „Hjálpræðis- her“, sem vinnur ötullega að sáluhjálp manna víðsvegar í heiminum á þessum síðustu tím- um heimssögunnar.. Þvílík forréttindi að mega vera „Vinafélag“ (Kvekarar), sem vinn- ur að því að safna saman mönnum og konum inn í „söfnuð Krists“. Við erum kölluð Sjö- unda-dags Aðventistar, af því að þessar tvær mikilvægu kennisetningar, hvíldardagurinn og endurkoma Krists, eiga að boðast samtíð okk- ar. Þessi mikla siðbótarhreyfing, sem við til- heyrum, flytur síðasta viðvörunarboðskap Guðs til heimsins. Jesús sagði: „Þessi fagn- aðarboðskapur um ríkið mun prédikaður verða um alla heimsbyggðina, til vitnisburðar öllum þjóðum, og þá mun endirinn koma.“ Matt. 24, 14. Aðventistar einir uppfylla ein- kenni spádómsins í Op. 14. Allir, sem risið hafa upp síðan árið 1844, eru á eftir tímanum. Br. Spicer sagði fyrir mörgum árum: „í Op. 14, sá spámaðurinn Jóhannes, að dómstíminn á himnum mundi hefjast árið 1844. Hann sá söfnuð myndast, sem hélt boðorð Guðs, hann sá hann fara til hverrar þjóðar, kynkvíslar, tungu og lýðs, og hann sá fólk prédika boðs- skap um dómstundina. Síðan sá hann þessa sömu hreyfingu, (Op. 15, 1—4.), sem hófst árið 1844, enda á glerhafinu í borg Guðs. Það er engin breyting, ekkert frávik eða nýtt stjórnarfyrirkomulag. Hreyfingin, sem hófst 1844, er hin sama og spádómurinn segir að hafi verið á glerhafinu." Árið 1905 skrifaði Str. White: „Þeir, sem þekkja vörðurnar, sem markað hafa rétta leið .... ættu ekki að leyfa, að herfáni þriðja engilsins verði tekinn úr höndum þeirra. . . Við getum ekki tekið upp nýtt stjórnarfyrirkomulag, því að það myndi vera hið sama og fráfall frá sannleikanum." M.S. 129, 1905. Hversu uppörvandi er það ekki, að sjá hve söfnuður okkar kemur greinilega heim við spádómsmyndina af síðustu siðbótinni. Við getum vissulega tekið undir með Pétri, er hann sagði: „Ekki fylgdum vér spaklega upp- spunnum skröksögum." Sú staðreynd, að við erum útvalin af Drottni til að boða síðasta náðarboðskap hans í heiminum, ætti að gera hjörtu okkar bljúg og lotningarfull. Orðin: „Þér eruð vottar rnínir," eru jafn sönn í dag og þau voru til forna. Það færi vel á því, að við hugsuðum um persónulegan vitnisburð okkar í þessari sérstöku bænaviku. Geta engl- arnir vottað, að þolgæði okkar sé þolgæði hinna heilögu? Erum við svo tengd Guði, að hægt sé að segja: „Hér eru þeir, sem varð- veita boð Guðs og trúna á Jesúm“? Boðberi Guðs segir okkur, að „sterkasta röksemda- færslan kristindóminum í vil sé kærleiksríkur og aðlaðandi kristinn maður eða kona“. Guð vill, að við, sem erum kölluð til að vera vottar hans á jörðunni í hinni síðustu siðbót, endur- speglum lunderni hans, séum trú hinu heilaga trausti og verðum að lokum meðal þeirra, sem Jóhannes sá á glerhafinu og sungu söng Móse og lambsins. „Og ég leit sem glerhaf eldi blandið, og ég sá þá, sem unnið höfðu sigur á dýrinu og á líkneski þess og á tölu nafns þess, standa við glerhafið og halda á hörpum Guðs. Og þeir syngja söng Móse, Guðs þjóns, og söng lambs- ins, og segja: Mikil og dásamleg eru verkin þín, Drottinn Guð, þú alvaldi; réttlátir og sannir eru vegir þínir, þú konungur aldanna." Op. 15, 2. .3.

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.