Bænavikan - 22.11.1958, Qupperneq 27

Bænavikan - 22.11.1958, Qupperneq 27
— 27 — Lestur föstudagsins 28. nóvember 1958. Vcgna þeisara tímn EFTIR THEODORE LUCAS. Það eru ekki lítil forréttindi, að vera uppi á okkar dögum. Það er einstakt tækifæri, sem ættfeðurnir, spámennirnir og postularnir þráðu, en fellur nú okkar kynslóð í skaut, að geta fylgzt með atburðunum, sem miða að fullkomnun Guðs eilífu ráðsályktunar. Á hverri örlagastund mannkynssögunnar hafa komið fram ungir menn og konur með óvenjulega hæfileika og óþekktan mátt. Stór- viðburðir skapa ávallt mikilmenni í fylkingu æskunnar, og þannig mun það einnig verða á mestu örlagastund heimsins. Ungt fólk, sem hefur helgað Guði líf sitt, mun verða snortið af alvöruþunga þessara tíma, til að sýna hetju- dáð og sjálfsfórn, sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Þungi lokabaráttunnar mun geta af sér göfugustu syni og dætur jarð- arinnar. Einmitt vegna þessara tíma kemur kall Guðs til hvers æskumanns og konu, eins og það kom til Ester drotningar, þegar Ahasver- us ógnaði þjóð hennar. ,,Hver veit nema þú sér til ríkis komin einmitt vegna þessara tíma?“ Með undirferli hafði hinum óguðlega Iiaman tekizt að koma konunginum til að gefa út lög, sem leyfðu að Gyðingar yrðu deyddir. Þetta var mikil örlagastund fyrir þá. Einasta von þeirra var, að vægðarbeiðni hinnar fögru drottningar yrði heyrð. Með því að Ester var Gyðingur, þótt hún væri drottning Persaríkis, gerði hún sér grein fyrir, að Guð hafði valið hana til þess að framkvæma einmitt þetta ætlunarverk. Hún tók sér ábyrgðina á herðar með djörfung, þó að hún áynni sér e. t. v. van- þóknun og jafnvel dauða með því að ganga óboðin fyrir konung. ,,Ef ég á að farast, þá ferst ég,“ sagði hún og hélt ótrauð áfram að gegna hlutverki sínu. Þessi hætta, sem vofði yfir þjóð hennar, kom henni til að vinna göf- ugt verk, og Guð kom frelsun til vegar fyrir fólk sitt. Þegar augu Drottins skima fram og aftur um alla jörðina í leit að þeim, sem kunna að aðhyllast hann, nema þau aftur og aftur staðar á hinum kjarkmiklu ungu nútímamönnum og hinum hugsandi ungu nútímakonum. Ungu vinir, Guð þráir, að þið gefizt honum af heilum hug. Hann hefur mikið ætlunarverk handa ykkur til að framkvæma, sem krefst dirfsku, hugrekkis og mikils þolgæðis. Það er í fylk- ingum ykkar, sem hann sér sterkustu kapp- ana, er munu halda nafni hans á lofti, þótt himnarnir farist. Guð felur æskulýð sínum að flytja öllu mannkyninu síðasta viðvörunar- og frelsis- boðskap sinn. Það er ykkar verk að koma mönnum og konum hvarvetna í heiminum í skilning um raunverulega merkingu þessa al- varlega tíma af öllum þeim mætti, sem ykkur er gefinn, bæði í ræðu og riti, með prédikun og heimsóknum, með kristniboðsstarfi og út- breiðslu bókmennta. Guð vill, að þið birtið mönnunum kærleika hans og komið þeim á rétta leið og til að þjóna honum af öllu hjarta, með því að sýna hinum fátæku, sjúku og þurfandi kærleiks- ríka þjónustu. Guð kallar æskumenn nútím- ans vissulega til göfugs ætlunarverks. Allir, sem gefast honum og taka sér stöðu hans megin af heilum hug, ákveðnir í að berjast fyrir málstað hans, þrátt fyrir hvers konar andstreymi, og halda fast við boð Guðs og trúna á Jesúm, hvað sem það kostar, munu komast að raun um, að hann virðir trú þeirra og hugrekki. Þegar ungi og ríki hefðarmaðurinn kom til Jesú og talaði við hann um veg lífsins, er okk- ur sagt, að þegar Jesús horfði á hann, hafi honum farið að þykja vænt um hann. Hann hélt boðorðin eftir beztu vitund. Jesús laðaðist að þessum göfuga, sterka og heiðarlega unga manni og gladdist yfir hreinu og fögru lund-

x

Bænavikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.