Bænavikan - 22.11.1958, Side 31

Bænavikan - 22.11.1958, Side 31
— 31 — á gjöf Krists til þessa seka heims í hverri ræðu. Það er engin furða, þó að hjörtu manna hafi ekki snortizt af sannleikanum, þegar hann er prédikaöur á kaldan og líflausan hátt. Það er ekkert undarlegt, þó að trúin hafi skjögrað frammi fyrir loforðum Guðs, þegar prédikararnir og starfsmennirnir hafa látið það hjá liða að tala um Jesúm í sambandi við lögmál Guðs. Hversu oft hefðu þeir ekki átt að uppörva fólkið með því að segja, að ,,Hann, sem ekki þyrmdi sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honurn?" Róm. 8, 32. Satan er ákveðinn í því, að menn skuli ekki koma auga á þann kærleika, sem kom Guði til að gefa son sinn eingetinn til að frelsa glatað mannkyn; því að það er gæzka Guðs, sem leiðir menn til iðrunar. Ó, hvernig getur okkur tekizt að kynna heiminum hinn djúpa og dýrðlega kærleika Guðs? Við getum ekki skýrt hann til fulls nema með því að segja: „Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auð- sýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn!“ Segjum við syndarann: „Sjá, guðslambið, er ber synd heimsins." Með því að tala um Jes- úm sem fulltrúa föðurins, getum við eytt skugganum, sem Satan hefur varpað á veg okkar, til þess að við getum ekki séð miskunn og mildi hins óendanlega kærleika Guðs eins og hann birtist í Jesú Kristi. Lítið til krossins á Golgata. Hann er sígild trygging fyrir óendanlegum kærleika og ómæl- anlegri miskunn hins himneska föður. Ó, að allir iðruöust og gerðu hin fyrri verkin. Þegar söfnuðurnir gera það, munu þeir elska Guð af öllu hjarta og náunga sína eins og sjálfa sig. Efraím mun hætta að öfunda Júda, og Júda mun ekki egna Efraím til reiði. Þá mun öll misklíð hverfa, og háværar þrætur ekki heyr- ast lengur innan landamæra Israels. Vegna þeirrar náðar, sem Guð gefur öllum endur- gjaldslaust, munu þeir leitast við að uppfylla ósk Krists um að lærisveinar hans verði eitt, eins og hann og faðirinn eru eitt. Friður, kær- leikur, miskunnsemi og góðvild munu verða ríkjandi öfl sálarinnar. Kærleikur Krists mun verða aðal umræðuefni hverrar tungu, og vott- urinn trúi og sanni mun ekki framar segja: „Það hefi ég á móti þér, að þú hefir fyrirlátið þinn fyrri kærleika.11 Fólk Guðs mun hvíla i Kristi, kærleikur Krists mun opinberast og einn og sami andi mun stjórna hjörtum allra, endurskapa alla í Krists mynd og steypa öll hjörtu í sama móti. Allir munu sameinast í Kristi eins og lifandi greinar á hinum sanna vínviði. Kristur mun dvelja í hverju hjarta, stjórna, hugga, helga og birta heiminum ein- ingu fylgjenda sinna og votta með því, að hinn síðasti söfnuður sé gæddur himnesku umboði. Með einingu hins kristna safnaðar mun það sannast, að Guð hafi sent heiminum son sinn eingetinn. Þegar fólk Guðs verður eitt í Andanum, mun öllum faríseahætti og sjálfsréttlæti, sem voru syndir Gyðingaþjóðarinnar, verða útrýmt úr hjörtum þess. Stimpill Krists mun verða á hverjum einstökum lim líkama hans, og fólk hans mun verða eins og nýir belgir, sem hann getur hellt nýju víni á, og nýja vínið mun ekki sprengja belgina. Guð mun opinbera leyndar- dóminn, sem legið hefur í þagnargildi frá eilífum tíðum. Hann mun gera það kunnugt, „hvílíkur er dýrðar-ríkdómur þessa leyndar- dóms meðal heiðinna þjóða, sem er Kristur meðal yðar, von dýrðarinnar. Og hann boðum vér, er vér áminnum sérhvern mann og fræð- um sérhvern mann með allri speki, til þess að vér getum leitt hvem mann fram fullkominn fyrir samfélagið við Krist; og í því skyni á ég líka í striti og baráttu eftir þeim mætti, sem kröftuglega verkar í mér.“ Kól. 1, 27—29. Jesús kom til þess að gera mannssálina hluttakandi að Heilögum anda, sem veitir kærleika Guðs inn í hjartað; en það er ógern- ingur að veita þeim mönnum hlutdeild í Heil- ögum anda, sem eru staðnaðir í hugmyndum sínum og hafa komið kennisetningum sínum í fastar og óhagganlegar skorður, sem fylgja hefð og mannaboðum eins og Gyðingarnir á dögum Krists. Þeir voru mjög nákvæmir í öllum trúarsiðum og fylgdu reglum sínum stranglega, en þeir voru snauðir af lífsorku og trúarlegri guðrækni. Kristur lýsti þeim, sem skrældum húðum, sem þá voru notaðar til að búa til flöskur eða belgi. Það var ekki hægt að setja boðskap Krists í hjörtu þeirra, því að það var ekkert rúm fyrir hann þar, þeir gátu ekki verið nýju belgirnir, sem hann gat hellt hinu nýja víni sínu á. Kristur varð að leita annað en meðal fræðimanna og Farísea að nýjum belgjum fyrir lifandi og sannleiks-

x

Bænavikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.