Bænavikan - 22.11.1958, Síða 32
— 32 —
auðugar kenningar sínar. Hann varð að leita
að mönnum, sem voru fúsir til að láta endur-
nýja hjörtu sín. Hann kom til að gefa mönn-
um ný hjörtu. En hinir sjálfsréttlátu bæði
fyrr og nú finna enga þörf fyrir að eignast
nýtt hjarta. Jesús gekk framhjá fræðimönn-
unum og Faríseunum, því að þeir fundu enga
þörf hjá sér fyrir frelsara. Þeir voru upptekn-
ir af formi og helgisiðum. Kristur hafði sjálfur
stofnsett þessa siði; þeir höfðu verið fullir af
lífi og andlegri fegurð, en Gyðingarnir höfðu
glatað andlega lífinu í helgisiðum sínum og
héldu sér í dautt formið, eftir að andlega lífið
var útdautt meðal þeirra. Þegar þeir viku frá
kröfum og boðorðum Guðs, leituðust þeir við
að fylla upp í eyðurnar með því að fjölga sín-
um eigin boðum, og gerðu þau miklu strangari
en boð Guðs. Því strangari sem þeir urðu, því
minni kærleika og guðrækni sýndu þeir. Krist-
ur sagði við mannfjöldann: ,,A stóli Móse sitja
fræðimennirnir og Farísearnir. Allt, sem þeir
segja yður, skuluð þér því gjöra og halda, en
eftir verkum þeirra skuluð þér eigi breyta;
því að þeir segja það, en gjöra það eigi. Og
þeir binda þungar byrðar og lítt bærar, og
leggja mönnum þær á herðar, en sjálfir vilja
þeir ekki snerta þær með fingri sínum. En öll
sín verk gjöra þeir, til þess að sýnast fyrir
mönnum, því að þeir gjöra minnisborða sína
breiða og stækka skúfana. Og þeir hafa mætur
á helzta sætinu í veizlunum og efstu sætunum
í samkundunum og að láta heilsa sér á torg-
unum, og að vera nefndir „rabbí“ af mönnum.
---- Vei yður, fræðimenn og Farísear, þér
hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís
og kúmeni, og skeytið eigi um það, sem mik-
ilvægara er í lögmálinu: réttvísina og misk-
unnsemina og trúmennskuna. En þetta bar að
gjöra og hitt eigi ógjört láta.“ Matt. 23,
2—7. 23.
Hinum síðasta söfnuði er ætlað að ganga í
gegnum sams konar reynslu og Gyðingarnir;
og votturinn trúi, sem gengur milli gullstik-
anna sjö, hefur alvarlegan boðskap að flytja,
hann segir: „En það hefi ég á mcti þér, að
þú hefir fyrirlátið þinn fyrri kærleika. Minnst
þú því, úr hvaða hæð þú hefir hrapað, og gjör
iðrun, og gjör hin fyrri verkin; að öðrum
kosti kem ég til þín og færi ljósastiku þína úr
stað, ef þú gjörir ekki iðrun.“ Op. 2, 4. 5.
Kærleiki Guðs hefur farið þverrandi í söfnuð-
inum, og afleiðingar þess eru, að sjálfselsk-
an hefur risið upp í nýjum mætti. Um leið og
kærleikurinn til Guðs dvínar, dvínar einnig
bróðurkærleikurinn. Þó að lýsingin á söfnuð-
inum í Efesus geti átt við söfnuð okkar, getur
söfnuðinn samt skort nauðsynlega guð-
rækni. Jesús sagði um hann: „Ég þekki verkin
þín og erfiðið og þolinmæði þína, og að eigi
getur þú sætt þig við vonda menn; og þú hefir
reynt þá, sem segja sjálfa sig vera postula, en
eru það ekki, og þú hefir komizt að því, að
þeir eru lygarar. Og þú hefir þolinmæði, og
byrðar hefir þú borið fyrir míns nafns sakir
og ekki þreytzt. En það hefi ég á móti þér, að
þú hefir fyrirlátið þinn fyrri kærleika.“ Op.
2, 2—4.
Hátíðlegar guðsþjónustur, trúarlegir helgisið-
ir, ytri auðmýkt og tilkomumiklar fórnir, allt
þetta ber vott um, að viðkomandi álíti sjálfan
sig réttlátan. Það er allt til að vekja athygli
á sjálfum sér og koma öðrum til að segja:
Þessi maður hlýtur að fá inngöngu í himna-
ríki. En það er blekkingin eintóm. Verkin
kaupa okkur ekki aðgang að himninum. Fórn-
in mikla, sem færð var, nægir öllum þeim sem
trúa. Kærleiki Krists mun gæða hinn trúaða
nýju lífi. Sá, sem drekkur af uppsprettu lífs-
ins, mun verða fylltur hinu nýja víni guðs-
ríkis. Réttur andi og hvöt munu stjórna hin-
um trúaða, og gæzka og guðrækni munu koma
í ljós hjá þeim, sem beina sjónum sínum til
Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar.
Beinið sjónum ykkar til Guðs en ekki til
manna. Guð er hinn himneski faðir ykkar,
sem er fús til að umbera breyskleika ykkar
með þolinmæði, fyrirgefa hann og lækna. „En
í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig,
hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir,
Jesúm Krist. Þú munt umbreytast við það að
horfa á Krist, þar til þú ferð að hata fyrri
hroka, hégómagirnd og sjálfsálit, sjálfsrétt-
læti og vantrú. Þú munt varpa þessum synd-
um frá þér eins og einskisnýtri byrði og ganga
með auðmýkt, hógværð og trausti frammi fyr-
ir Guði. Þú munt iðka kærleika, þolinmæði,
mildi, gæzku, miskunnsemi og sérhverja
dyggð, sem býr í guðsbarninu, og að lokum
muntu fá að dvelja meðal hinna helguðu og
heilögu.
00562293 - 6