Heimili og skóli - 01.12.1946, Page 4

Heimili og skóli - 01.12.1946, Page 4
122 HEIMILI OG SKÓLI Lukkan sagði: „Vind upp mína voð: veröld alla gyllir sólarroð; fyrir stafni leiftra sérðu ljós, lukku þinnar frægð og sigurhrós!" Kvað varð úr því öllu? Last og hrós, óró, blekking, trufl og villuljós! Hafi nokkur hreinan sálarfrið hjartafeginn skipti eg hann við. Þessi fáu, fölu lukkublóm fælast lífsins kalda skapadóm; allt vort hrós í hreggi veraldar hrekst á milli drambs og öfundar. Loks er eitt það „evangelium", er oss býðst hjá tímans vitringum: „Trú er hjátrú, heimur töfraspil, himinn, guð og sál er ekki til!" — Ljá mér, fá mér litlafingur þinn, ljúfa smábarn; hvar er frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi eg öllu: lofti, jörðu, sjá! Lát mig horfa á litlu kertin þín: Ljósin gömlu sé ég þarna mín! Ég er aftur jólaborðin við, ég á enn minn gamla sálarfrið!

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.