Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 4

Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 4
122 HEIMILI OG SKÓLI Lukkan sagði: „Vind upp mína voð: veröld alla gyllir sólarroð; fyrir stafni leiftra sérðu ljós, lukku þinnar frægð og sigurhrós!" Kvað varð úr því öllu? Last og hrós, óró, blekking, trufl og villuljós! Hafi nokkur hreinan sálarfrið hjartafeginn skipti eg hann við. Þessi fáu, fölu lukkublóm fælast lífsins kalda skapadóm; allt vort hrós í hreggi veraldar hrekst á milli drambs og öfundar. Loks er eitt það „evangelium", er oss býðst hjá tímans vitringum: „Trú er hjátrú, heimur töfraspil, himinn, guð og sál er ekki til!" — Ljá mér, fá mér litlafingur þinn, ljúfa smábarn; hvar er frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi eg öllu: lofti, jörðu, sjá! Lát mig horfa á litlu kertin þín: Ljósin gömlu sé ég þarna mín! Ég er aftur jólaborðin við, ég á enn minn gamla sálarfrið!

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.