Heimili og skóli - 01.12.1946, Síða 17
HF.IMILI OG SKÖLl
135
ætti ekkert skilt við sálnaveiðar
stjórnmálaflokkanna eða annað slíkt.
En hvað er svo um skólana? munu
einhverjir spyrja. Hvernig leysa þeir
sinn þátt af hendi? íslenzkir barna-
skólar eru svo ungar stofnanir, að þar
kemur varla til nokkur samanburður
á því, sem var og er. En fullyrða má,
að þeir hafi ekki getað tekið við þeirri
byrði, sem heimiilin hafa létt af sér í
þessum efnum. í fyrsta lagi hafa þeir
engin skilyrði til að koma þarna í stað
foreldranna, og í öðru lagi munu
margir kennarar vera þau börn síns
tíma, að hafa engan sérstakan áhuga
á þessum þætti uppeldisins, þótt þeir
geri annars skyldu sína.
Þó að það sé erfitt að rökstyðja það,
að hér sé á ferðum nokkur uppe'ldis-
leg ihætta, er mér þó næst að halda, að
svo sé. Hnignun trúarlífsins hefur í
för með sér hnignun hinnar andlegu
menningar, og þegar trúin er farin,
er siðgæðinu hætt. Þetta hefur sagan
sýnt á ölluim öldum.
Hin ytri menning getur að vísu
blómgast og borið hina girnilegustu
ávexti. Henni getur fleygt ifram eftir
hinum vísindalegu leiðum, og hún
getur bætt hinn ytri hag mannanna
barna og skapað efnislega velmegun,
en hrörnunin kemur fram fyrr eða
síðar með hinum ólíkustu sjúkdóms-
einkennum. Og „Allir þeir, sem guði
sínuim gleyma, þeir glata fyrstir sinni
þjóð,“ segir Davíð.
Ég segi þetta ekki í nafni neinnar
sérstakrar trúmálastefnu eða flokks,
heldur blátt áfram af því, að mér virð-
ist þetta blasa við frá bæjardyrum
heilbrigðrar skynsemi.
VI.
Ein tegund þeirra gerfitrúarbragða,
sem mjög hefur látið til sín taka á
síðari árum, er trúin á skipulagið.
Skipulag og aftur skipulag hefur
orðið að eins konar lausnarorði, sem
átti að leysa alla hnúta mannlegra
vandamála. En að sama skapi sem
skipulagið ihefur náð fastari tökum á
menningunni, hefur hún orðið and-
lausari. Ekki þó vegna þess, að skipu-
lagning sé í nokkurri andstæðu við
sanna menningu, heldur þvert á
móti. Nei, hér höfðu aðeins þeir
menn um vélt, sem trúðu aðeins á
skipulagið, andlega menningin var
aukaatriði.
Þessi blinda oftrú á rnátt skipu-
lagsins hefur líka orðið örlagarík nú
þegar. Hún hafði byrjað á 'hinu
smassta, en endaði með því að skipu-
leggja hugsunarhátt þjóðfélagsþegn-
anna og skoðanir, þar til allir voru
orðnir að andlegum þrælum. Ríkis-
hugtakið var gert að guði, sem allt
varð að lúta.
Skipulagið er nauðsynlegt, eins og
andrúmsloftið. Það er eitt af grund-
vallarski'lyrðum allrar imenningar, en
það er ekki allra meina bót. Það er
farvegur menningarinnar, en ekki
mennnigin sjálf, tæki, en ekki tak-
mark. Þetta skyldu allir þeir hafa í
huga, sem trúa á mátt hinnar frjálsu
hugsunar og frjálsa samstarf til að
skapa sanna menningu.
Ég sagði hér að framan, að endur-
bygging hins nýja heims ætti að hefj-
ast í mannssálunum, og það af þeirri
ástæðu, að þar 'liggja dýpstu rætur
allrar menningar. Eftir þeim leiðum
verður maðurinn að ifinna sjálfan sig