Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 7

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI 27 legast að bíða með lestrarnám til átta ára aldurs, þar eð skynfæri barnanna séu yfirleitt ekki nógu þroskuð til þess að hefja lestrarnám fyrr. Á hinn bóginn telja amerísku sálfræðingarn- ir, að börnin geti að skaðlausu teikn- að og reiknað fyrir átta ára aldur. Þessir sálfræðingar halda því fram, að það sé að eyða tímanum til einskis, eða verra en einskis, að kenna börn- um innan átta ára aldurs lestur. Hljóðsýningaraðferðin. Námið hefst á eindum, sem síðar eru tengdar saman. Hina leiðina mætti fara, hefja nám á heildinni og enda á eindunum. Eindirnar mega ekki vera merking- arlausar, og er því setning með fullri merkingu tengd hverri hljóðeind, t. d. ó, ó, hvað mér er kalt! Hljóðsýningarmenn telja, að merk- ingu hljóða megi finna í náttúrunni, í dýra- eða mannlífinu, t. d. myndist p hljóðið þegar púað sé, d hljóð þeg- ar dropi falli á stein o. s. frv. Svipbrigða- og hljóðaaðferð. Frá hljóðsýningaraðferðinni liggur leiðin til svipbrigða- og hljóðaaðferða, sem í svipbrigðum aðgreinir sig frá hljóðsýningaraðferðinni. Þessi aðferð var fyrst notuð, svo vitað sé, árið 1591, og þá í Þýzkalandi. Svipbrigða- og hljóðaaðferðarmenn telja það galla á hljóðsýningaraðferð- inni, að hún tekur hljóð náttúrunnar í þjónustu sína, en þau séu ekki nógu nákvæm t. d. segi enginn v eða f hljóð þegar hann blæs á ljós, eða b, þegar hann reykir pípu. Hljóðsýningarfrömuðir verja að- ferðina með því, að hljóð náttúrunnar séu nauðalík hljóðum bókstafanna, þeir benda einnig á, að ef við t. d. skynjum háreisti, skynjum við ekki háreistina út af fyrir sig, heldur sem lið í heildinni, þ. e. a. s.: það, sem há- reistinni veldur, og hljóðin, sem við skynjum, mynda eina heild, í úr- vinnslu heilans. í svipbrigða- og hljóðaaðferðinni, sem á rætur sínar að rekja til Frakk- lands, er ákveðin látæðishreyfing og svipbrigði tengd hverju hljóði, t. d. æ, ég finn til. Þegar liljóðið er vel æft í sambandi við svipbrigði og látæði, er bókstaf þeim, er hljóðið táknar, bætt við. Tvö vafasöm atriði í báðum þess- um aðferðum mætti benda á. Hver bókstafur tengist á þennan hátt á- kveðnum atburði (hljóðsýningarað- ferð) eða látæði (svipbrigðaaðferð og hljóða). Þetta eru tengsl, er síðar þarf að losna við, og það er oftast óheppi- legt að byggja það, sem brátt skal rif- ið. í öðru lagi geta bókstafir táknað meira en eitt hljóð, dæmi þess er u í ungur og unna. Sérhljóðaaðferðin. Aðalatriði sérhljóðaaðferðarinnar er samruni sérhljóða og samhljóða. Aðalatriðið eru sérhljóðarnir, sam- hljóðanum er bætt við, svo að ein ldjóðaheild myndast. Sérhljóðaaðferðin er fremur þung í vöfum þar eð hvert einasta sérhljóð verður að tengjast hverju samhljóði á alla hugsanlega vegu. Við æfingar er ógrynni marklausra orða notað.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.