Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 16
36 HEIMILI OG SKÓLI með þeim árangri, að ekkert er Iært til hlítar, sem þeim gæti orðið að not- um í lífinu, sem þau gætu byggt á seinna hagnýtt störf. Það munu áreið- anlega allir vera mér sammála um, að betra sé að þau kunni vel 4 undir- stöðuatriðin í reikningi og kunni að notfæra sér þau, heldur en þau þvælist um öll reikningsheftin án þess að skilja nokkuð, að þau hafi aðeins nasa-. sjón af öllu, en kunni ekkert að gagni. Slíkt nám er auk þess stórskaðlegt fyr- ir nemendurna. Þeir missa áhugann fyrir náminu, þegar þeir ráða aldrei við viðfangsefnin, og það sem verra er, þeir venjast á yfirborðslærdóm, sem óheppilegur er fyrir líf þeirra og störf í framtíðinni. Sama gildir um ýmsar aðrar námsgreinar. Sérdeildir, eins og ég hef hér rætt um, er auðvelt að starfrækja við alla stærri skóla landsins, og nóg viðfangs- efni mun vera fyrir hendi. Mér er reyndar sem ég heyri mótbárur sumra foreldra, ef barnið þeirra á að fara í „tossabekk", eins og slíkar deildir yrðu kannske kallaðar á meðal barn- anna, en ég er að vona, að flestir þeirra komi auga á, að aðeins er verið að gera það, sem barninu þeirra er fyrir beztu. Að hægt sé að sýna þeim fram á, hvernig ná megi notadrýgst- um árangri, og að keppikeflið sé ekki að hafa lesið svo og svo margar bæk- ur í náttúrufræði t. d., heldur, að barnið læri vel og af ánægju, svo mik- ið, sem því er mögulegt að taka á móti og „melta“. En þá eru eftir hinir hóparnir, sem ég áður nefndi, og líka þyrftu sinn- ar sérkennslu. Bezta lausnin til að byrja með væri sú, að stofna við einn eða fleiri skóla svokallaða athugunar- bekki (Beobachtungsklassen). Þangað væri hægt að safna saman ca. 15 nem- endum úr einum aldurflokki, nem- endum, sem af einhverjum ástæðum væru til trafala í sínum bekk. Slíkt væri auðvitað gert í samráði við við- komandi bekkjarkennara, skólastjóra og foreldra, og stuðst við prófeink- unnir og umsögn kennarans um nám- afköst og hegðun viðkomandi nem- enda. í þessum athugunarbekkjum þarf kennarinn að vera sjálfráður um efn- isval og kennsluaðferðir, skiljanlega þó í samráði við skólastjóra og með samþykki hans. Hann þarf líka að láta læknisskoða nemendur sína nákvæm- lega og láta greindarprófa þá, eða gera það sjálfur, sem gæti gefið hon- um tækifæri til að athuga starfsgetu og starfaðferðir þeirra. Það væri svo verkefni kennarans jafnframt kennslunni, að gera grein fyrir, hve lengi hver nemandi ætti að vera í athugunarbekknum, og hvað bezt væri að gera fyrir hvern og einn. Gæti þar margt komið til greina. Hin lélegu námsafköst gætu t. d. stafað af: 1. Gáfnatregðu eingöngu. Þau börn tilheyrðu sérdeildunum. 2. Veikindum, og eftir viðeigandi læknisaðgerðir, eða eftir að þau hefðu náð sér eftir veikindi sín, væru þau fær um að fylgja aftur kennslu í sínum bekk. 3. Gáfnatreg^u á sumum sviðum, barnið gæti t. d. ekki lært að lesa. Þá þyrfti að komast fyrir af hverju það væri. Kannske væri fljótlega hægt að bæta úr því, og barnið flutt aftur í normalbekk.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.