Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 17
HEIMILI OG SKÓLI 37 4. Nemandi hefði af einhverjum á- stæðum óbeit á kennara sínum og hefði honum til skapraunar ekk- ert lært. Slíkan nemanda þyrfti aðeins að flytja til annars kennara. 5. í sumum tilfellum gæti verið bezt fyrir barnið að dvelja um lengri eða skemmri tíma í athugunarbekk, þar sem kennslan væri miðuð við þess hæfi. 6. Umhverfi barnsins væri svo slæmt, að eina ráðið væri að taka það það- an burt og koma því fyrir annars staðar t. d. á uppeldisheimili. Og þá er komið að öðru aðalatriði þessarar greinar, uppeldisheimilun- um. Þótt skólinn geri sitt bezta, væri það í mörgum tilfellum ekki nægjan- legt. Börn, sem hafa slæmar heimilis- ástæður, vanrækja námið þessvegna, og ef ekki er hægt að bæta umhverfi þeirra, verður hreinlega að taka þau burtu og koma þeim fyrir í þroska- vænlegra umhverfi. Fyrir þessi börn þarf uppeldisheimi, heimili, sem þau eiga rétt á að eignast, þar sem foreldr- arnir hafa brugðizt skyldum sínum. Þörfin er þegar orðin augljós, og vís- ir að slíkri stofnun er uppeldisskólinn á Jaðri, hann er bara ekki starfrækt- ur við viðunandi skilyrði. Eg vil nú gera stutta grein fyrir hvernig ég hugsa mér slík heimili, og styðst þá við þá reynslu, sem ég hef fengið af uppeldisheimilum hér í Sviss. Eins og er, mun vera mest þörf íyrir drengjaheimili, og mun ég því aðallega hafa slíkt í huga, en í öllum aðalatriðum er það sama að segja um önnur uppeldisheimili, t. d. fyrir stúlkur, börn (bæði kynin upp að 12 -ára aldri t. d.) og unglingspilta. Slíkt heimili þarf að vera uppi í sveit, bæði til þess að koma drengjun- um algjörlega burt frá sínu fyrra um- hverfi og til þess að fá sem fjölbreytt- asta athafnamöguleika. Sjálfsagt væri að reka smábú, hafa gróðurhús, ef um heitt vatn væri að ræða á staðnum, og eins væri æskilegt að hafa veiðiað- stöðu í sjó eða vötnum. Þetta myndi verða til þess, að heimilið væri sjálfu sér nóg um ýmis matvæli, og myndi það stórkostlega létta undir fjárhags- lega, en það, sem þýðingarmeira er, það myndi gefa drengjunum tækifæri til margvíslegra og ánægjulegra starfa, og það þýddi fullkomin umskipti frá þeirra fyrra lífi. Þeir fengju að gera eitthvað „spennandi", sem jafnframt væri þó til gagns. Þeir fengju olnboga- rúm fyrir hugvitsemi sína og starfs- löngun, en íramkvæmdasemi þeirra væri beint inn á nytsamar brautir. Þetta er í fyrsta lagi, bezta aðferðin til þess að snúa þeim frá sínu fyrra slæpings- og strákaparaeðli, í öðru lagi er það reynsla mín héðan, að eftir líkamlega vinnu þykir þeim meira gaman að sitja nokkra tíma við lær- dóm heldur en ef kennslan á áfram að vera aðalatriðið, og í þriðja lagi, alh, sem þeir vinna, kemur þeim sjálf- um til góða, þeir eru að starfa fyrir sitt eigið heimili. Já, eigið heimili. Er nokkurn tíma hægt að gera uppeldisheimili að heim- ilif Er hægt að láta drengina, sem áð- ur er búið að hræða og ógna með að verða sendir á uppeldisheimili, finna að þarna eigi þeir heimleið, þar sem þeim geti liðið vel? Ekki aðeins lík- amlega — það er auðgert — heldur að þeir finni þann yl, skilning og kær-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.