Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 26
46 HEIMILI OG SKÓLI var það ófullkomið, enda hafði ég engan til að leiðbeina mér, en það hafði þó þýðingu fyrir þroska minn. Það fann ég bezt eftir á. Þriðja dæmið er frá því, er ég var í 3. bekk Kennaraskólans, þá fullorð- inn maður. Hallgrímur Jónasson, kennari, hafði með okkur tíma, þar sem hann talaði um vinnubókagerð. Eg skrifaði eittlivað upp af þeim leið- beiningum, sem hann gaf okkur. Þær voru áreiðanlega góðar, en ég hef þó aldrei notað þær, þótt ég hafi látið gera vinnubækur. Þessi kennslustund hefði því sennilega orðið mér gagns- laus, þótt vel væri til hennar vandað, ef niðurlag hennar hefði ekki bætt þar úr. Hallgrímur lagði áherzlu á það, að gera námið lifandi og laðandi. Og það innsiglaði liann með þesari vísu Steingríms í lok kennslustundar- innar: „Gerðu ei, maður gamalvísi, grænan pálma að svörtu hrísi, gerðu ei loks með lærdómsgreinum lífsins brauð að dauðum steinum.“ Þessu hef ég ekki gleymt. Vísuorðin koma mér í hug aftur og aftur í starfi mínu og hafa verið ljós á vegum mín- um þar. Hvernig á því stendur, að þetta at- vik úr kennslustund Hallgríms hefur orðið mér svo minnisstætt, get ég ekki skýrt, en ég sé enn fyrir mér svip hans og heyri röddina, er hann mælti fram vísuna og lauk þar með kennslustund- inni. Vera má, að það hafi einmitt ráðið mestu, að þetta var í lok kennslustundar. Mörg fleiri dæmi gæti ég nefnt, en þess gerist ekki þörf, því að hver og einn mun geyma í endurminningum sínum eitthvað þessu líkt. Okkur kennurum er nauðyn á að halda þeim minningum til haga, þær eru sem neistar, er bæði lýsa og ylja. Sér- hver kennari skyldi minnast þess, er hann dreifir sáðkorni sínu yfir grýtt- an eða ófrjóan akur, að nokkur fræj- anna munu þó festa rætur, og „sæðið grær og vex, hann veit eigi með hverjum hætti: af sjálfri sér ber jörð- in ávöxt, fyrst stráið, þá axið, og þá fullt hveitikorn á axinu“. Hér að framan gat ég þess, að það væri sameiginlegt um efnislega og andlega sáningu, að miklu skipti, hverju væri sáð, hvernig væri sáð og hvar væri sáð. En eitt er enn, sem at- huga þarf: hvenœr sáð er. Ekki þykir vænlegt að sá svo snemma, að nýgræð- inginn kali í vorhretunum. Ekki er heldur hægt að vænta mikillar upp- skeru, ef seint er sáð. í lífi barna eru ákveðin þroskastig, en misjafnt mun, hvenær hvert barn nær hverju þroskastigi. Þrátt fyrir það er þó sá háttur víðast hafður á, að skipa börnum saman í deildir, fremur eftir aldri en þroska. Þetta fyrirkomu- lag torveldar starf kennarans, því að með því er akurinn aldrei allur full- búinn undir sáningu jafnt. En þótt því væri kippt í lag, t. d. með því að beita þroskaprófum, þá höfum við ekki vísindalegar niðurstöður um það, hvaða námsefni hæfi bezt hverju þroskastigi, né hvernig það skuli fram borið. í þessum myrkviði verða kennarar að þreifa sig áfram og styðjast við eigið hyggjuvit og tilfinningu.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.