Heimili og skóli - 01.03.1949, Side 15

Heimili og skóli - 01.03.1949, Side 15
HEIMILI OG SKÓLI 35 hverju tilfelli. Sé um stærri liópa slíkra barna að ræða, er sjálfsagt að hafa þau sér í deild, og miða kennsl- una við möguleika hvers barns til að læra. Sé aftur á móti aðeins um ein- stök tilfelli að ræða, verða þau að vera áfram í sínunr bekk. Kennarinn verð- ur þá að sinna þeim eftir föngum, svo að þau verði ekki að óánægðum oln- bogabörnum í bekknum, taka t. d. málhalta barnið í aukatíma og reyna að laga málfar þess. Allt slíkt kostar auðvitað kennarann aukafyrirhöfn, oft mikla hugkvæmni og þolinmæði, en slíka eiginleika ætti hann að hafa og gjarnan vilja leggja á sig aukastörf, til þess að sjá meiri og betri árangur iðju sinnar. Og þá kemur sá hópurinn, sem allt- af hefur mest vakið áhuga minn, þ. e. uppeldislega erfið börn. Börn með sæmilegar eða góðar gáfur, en, sem vegna viljaleysis síns, eða eftirtektar- leysis geta ekki fylgzt með í sínum bekk. Oft eru líka óheppilegar heim- ilisástæður þeirra orsök kæruleysisins. Þessi börn gera kennurum sínum erfitt fyrir. Námið veitir þeim enga á- nægju, þau geta ekki einbeitt sér að viðfangsefninu, dragast aftur úr, verða leið á öllu, sem lærdómi við- kemur, og þar sem athafnaorka þeirra er eðlileg, brýzt hún út í því, að þau trufla námið fyrir bekkjarsystkinum sínum með því að valda stöðugri óró. Ymsar orsakir geta legið til eftir- tektarleysis og óróleika þessara barna, t. d. taugaveiklun eða aðrar líkamleg- ar veilur, eða sálrænar ástæður, minni- máttarkennd t. d., að þau séu að vekja eftirtekt á sér með þessu móti. Þessi börn þurfa nauðsynlega sér- kennslu í smærri bekkjum, þar sem hægt er að sinna hverju barni fyrir sig, og glæða áhuga þess á náminu með því t. d. að leggja námsefnið öðruvísi fyrir. Ef lífi og hreyfingu er komið inn í kennsluna, fá þan eðli- lega útrás fyrir hreyfilöngun sína, sem kemur þó námsefninu og kennslunni beint til góða. Ef skynsamlega oft er .skipt um verkefni og vinnubrögð, hrífast þau með og beita athygli sinni að viðfangsefninu. í fyrstu einbeita þau sér aðeins stutta stund í einu, en takist með þessu móti að gera námið ánægjulegt, eykst athyglishæfnin srnám saman og kennsluárangurinn verður meiri. Mér er vel ljóst, að ekki er hægt að koma við svona mikilli skiptingu nema í stærri skólunum. í þorpum, þar sem normalbekkirnir eru venju- lega fámennari, er þörfin heldur ekki eins brýn. Sjálfsagt væri líka að prófa sig áfram og finna út, hvað fyrir hendi væri af börnum, sem þyrftu á sér- kennslu að halda og hvernig henni væri þá bezt háttað. Þegar mun reyndar vera flokkað niður í deildir eftir gáfnafari — eða námsafköstum líklegar —. En í fyrsta lagi þarf að gera það nákvæmar, at- huga t. d. af hverju barnið nær ekki betri námsárangri, og það, sem nauð- synlegra er, fyrir minna gefnu börnin þarf aðra námsskrá og allt önnur vinnubrögð. Aðaláherzan í þessum deildum — eins og ég hef drepið á áður — á að vera lögð á, að börnin læri rétt og af skilningi það litla, sem þau geta lært, en ekki að ætla sér með illu eða góðu að tosa þeim yfir mikið námsefni,

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.