Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 8
28 HEIMILI OG SKÓLI A llrahljóðaaðferðin. í allrahljóðaaðferðinni hefst kennsl- an á heild og endar á eindum. Valin eru orð, sem hafa öll hugsanleg hljóðasambönd; aðferðin hefur þann- ig í raun og veru tekið statistikk- ina í þjónustu sína. Veikasta hlið allrahljóðaaðferðarinnar er sú, að ekkert tillit er tekið til orðaforða og orðavals barnanna, heldur er efnið valið þannig, áð öll hljóð og hljóða- sambönd komi fyrir í lesmálinu. Greiningar- og samsetningaraðferðin. Þessi aðferð er eins konar arf- þegi allrahljóðaaðferðarinnar. í grein- inga- og samtengingaraðferðinni hefst kennslan á setningu, sem valin er úr orðaforða barnanna. Þessari aðferð verður því aðeins beitt að gagni, að börnin séu leikin í að hlusta og tali óbjagað mál, áður en kennslan hefst. Kennarinn skrifar setningu — t. d.: Þú mátt fara út — á töfluna, og segir setninguna hægt og greinilega hvað eftir annað. Börnin hafa setninguna eftir, og þegar þau hafa lært hana hár- rétta, eru einstök orð tekin til athug- unar, og loks reka bókstafir og hljóð lestina. Þetta er greiningin; þegar hún er í lagi, er snúið við og endað á orð- heildinni. Þar eð þessi aðferð er að nokkru leyti heildaraðferð, liefur gagnrýnin fremur beinst að heildar- hluta hennar. Gagnrýnendur benda á, að orðahlutar, sem eru áþekkir að út- liti, valda oft misgripum, einkum ef þeir eru í vinstri hluta skynjunar- svæðisins. Heildaraðferð — Decroly-aðferðin. Raunveruleiki, sem ekki er bund- inn við mál, er grundvöllur heildar- aðferða. Lítil börn eru mjög bundin við heildarskynjun, en eftir því sem þau stækka, glöggva þau sig betur á eindum, og því þroskastigi eru þau að ná í byrjun skólaaldursins. Decroly, sem er belgiskur læknir, notaði heildaraðferðir. Hann hélt því fram, að barninu væri eðlilegt að byrja á setningu; ef til vill væri setn- ingin aðeins eitt orð, en í henni fæl- ist þó ákveðinn vilji, ósk eða krafa. Decroly hóf kennsluna á því, að kenna börnunum skrifaða bókstafi, og lét hann þau skrifa nöfn hluta í stof- unni, þar sem kennslan fór fram. A þennan hátt var tryggt, að börnin þekktu hugtökin, sem þau lærðu að lesa. Barnið horfir á skrifaða setningu, meðan kennarinn les hana hátt og greinilega. Á þennan hátt eru ýmsar setningar lærðar, unz kennarinn þarf ekki að lesa þær, barnið kannast strax við þær án þess. Er börnin hafa aflað sér nokkurs orðaforða á þennan hátt, má nota orðaleikina. Orðaleikirnir eru þannig, að barnið fær nokkur spjöld, og á hverju spjaldi stendur eitt orð. Kenn- arinn nefnir eitt orð og sýnir orðkort eða mynd, sem táknar ákveðna starf- semi, t. d.: Jón leikur sér, mamma saumar, eða þess háttar. Hver, sem eggjandinn er, er hlutverk barnsins að finna spjald með samsvarandi orði. Eins og allar lestraraðferðir, hef- ur Decroly-aðferðin hlotið gagnrýni. Alice Descoeudres benti á, að Decro- ly-aðferðin væri ef til vill góð handa börnum, sem einkum beittu sjón- skynjun og voru meðalgreind eða

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.