Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI 31 á pappírsspjald, og barnið fór ofan í hvern bókstaf með vísifingri og löngu- töng. Á þennan hátt kom hreyfingin upp í úlnlið og olnboga. í hvert sinn, sem barnið hefur farið ofan í orð, er fyrirmyndin tekin, og barnið reynir að segja orðið og skrifa það. Mistekst þetta, er byrjað á nýjan leik. Eftir orðaæfingar koma setningar. Nemendur G. F. og H. K. voru meðalgreind börn, eða vel það, en aðferðin hefur einnig gefizt vel í kennslu vangefinna barna. Helen Keller leggur mikla áherzlu á, að börnin eigi aðgang að skólabóka- safni og velji sjálf þær bækur, sem þau langar til að lesa. Það má helzt finna þessari aðferð til foráttu, að hún tekur langan tíma, og fæstum er eðlilegast að læra með aðstoð hreyfiskynjunar handleggs- vöðvanna. Schmith Phisedelchs-aðferðin. Þessi aðferð er dönsk og aðeins sex ára gömul, svo að reynslan hefur ekki skorið úr um kosti hennar og galla. Lestrarbók Schmith Phisedelchs er 59 blaðsíður, og Storm P., teiknarinn frægi, hefur myndskreytt hana. Á hverri blaðsíðu er eitt verkefni, og þegar lestri bókarinnar er lokið, á barnið að vera læst. í fyrsta verkefni eru sérliljóðarnir, í öðru bætast fyrstu samhljóðarnir, t. d. b, við. í 28. verkefni koma fyrstu opnu atkvæðin, með tveimur bókstöf- um í hverju atkvæði. í 31. verkefni koma tvöfaldir samhljóðar og í 33. lokuð atkvæði. Frá hljóðfræðilegu sjónarmiði er þetta gott kerfi, en frá sálfræðilegu er það dálítið skrýtið. Schmith Phisedelch hirðir ekki um endurtekningar í lestrarbók sinni. Stöfunaraðferð og orðmynda. Þessi aðferð var notuð löngu fyrir Krists burð; nú er farið að nota hana á ný. Orðmyndin er einnig fulltrúi hljóðasambanda. Fyrsta stigið er að tengja bókstafi orðmyndum, og er það gert á þann liátt, að mynd eða tekning af þeim hlut, sem læra skal heiti á, er sýnd, og fyrri hluti heitisins er kynntur strax, t. d. hreið(ur). Næsta stig er allt orðið, og þriðja stigið er lestur. Gates-aðferðin. Gates-aðferðin hefst á orðinu, er nokkur orð eru lærð; eru þau sett saman í setningar og stuttar sögur. Gates leggur áherzlu á, að orðin hljóti sem fyrst merkingasambönd í huga barnanna. Gates notar myndakort, mynda- orðabók, vinnubók og lestrarbók. Á myndakortunum er mynd og orð öðrum megin, en orðið eitt hinum megin. í myndaorðabókinni eru teikningar, sem skýra orðin, nafnorð skýrast með einni teikningu, sagnir með fleiri. Erfiðast er að myndskýra fornöfn, en Gates tengir þau nafnorð- um og skýrir þau á þann hátt með teikningum. Einstaka orð er ekki hægt að myndskýra; þau koma fyrir undir- strikuð í lesmálinu. Mynda-orðabókin skýrir aðeins 300 orð, svo að hún hef- ur aðeins gildi í byrjunarkennslu. í vinnubókinni eru bæði „ný“ og „gömul“ orð og orðasambönd. Loks kemur lestrarbókin, sem fylgir sömu

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.