Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI 29 meira. Hins vegar taldi hún, að börn, sem styddust við heyrnarskynjun öðru fremur myndu eiga erfitt með að læra að lesa á þennan hátt. Ungverski læknirinn, próf. Ransch- burg, hefur einnig gagnrýnt Decroly- aðferðina. Hann benti á, að orð eða tölur, sem auðvelt væri að villast á, mætti ekki kenna samtímis, þar eð slíkt gæti valdið höftum. Þessi höft, sem flestir kennarar munu kannast við, eru jafnan nefnd Ranschburg- höftin. Alice Descoeudres-aðferðin. Upphaflega var þessi aðferð aðeins ætluð vanvitrum (debile), en hefur síðar verið notuð við kennslu barna með eðlilega greind. Æfing skynfær- anna er fyrsta stigið, börnin teikna eftir ýmsurn myndum eða aðgreina kort. Næsta stig er stafrófskennsla, sem aðeins styðst við sjónskynjun. Nöfn bókstafa eða hljóða eru ekki nefnd. Stafrófinu er komið fyrir í tveimur röðum; úr annarri röðinni eru nokkrir stafir teknir, og er þá hlutverk barnsins að setja þá inn í röðina aftur við hlið samsvarandi bók- stafa í órofnu röðinni. Þriðja stigið: Allar stafagerðir eru lærðar, fyrst litlir, skrifaðir stafir, síð- an skrifaðir upphafsstafir, þá prent- stafirnir í sömu röð. Loks á að leggja bæði prentaða og skrifaða bókstafi í raðir, svo að það verða fjórar raðir alls. Fjórða stigið er að aðskilja bókstafi, sem líkjast hverjir öðrum, t. d. m og n, b og d o. s. frv. Fimmta stigið er atkvæðaleikur. At- kvæðin eru skrifuð á lítil spjöld, og spjöldunum er síðan raðað í öskjur, eftir ýmsum reglum, t. d. eru opin atkvæði greind frá lokuðum. Til þess að þjálfa sjón- og heyrnar- skynjun barnanna. nefnir kennarinn ákveðið hljóð, síðan segir hann þeim sögu, þar sem hljóðið kemur fyrir. I hvert sinn, sem börnunum heyrist þau heyra hljóðið, klappa þau saman hönd- unum. Þessi aðferð þjálfar heyrnar- skynjun, en sjónskynjunin þjálfast á þann hátt, að kennarinn segir söguna með munnhreyfingum einum. Er börnin sjá rétta munnstillingu, ákveð- in hljóð, klappa þau saman höndun- um. Sambandið milli hugtaks og orðs myndast við að nefna heiti hlutanna og sýna þá um leið. Montesorri-aðferðin. Montesorri vill hefja kennsluna sem allra fyrst, en nota ýmsar skynj- unaræfingar til þess að tryggja sem beztan árangur, er eiginleg kennsla hefst. Þreifiskynjunin æfist á þann hátt, að börnin þukla á ýmsum hlut- um með bundið fyrir augun. Áþreif- ing hluta, t. d. sívalninga, þríhyrninga og ferhyrninga, þroskar formskynjun- ina. Þyngdarskynjun þroskast við að lyfta misþungum munum, og lyktar- skynjun við að lykta af ýmiss konar blómum. Flauta með mismunandi tónum þjálfar heyrnarskynjunina, en Montesorri leggur mikla áherzlu á hljómlist í uppeldinu. Montesorri vill láta börnin fara að skrifa sem allra fyrst, og er þess áður getið, að börn, sem lærðu eftir Montesorri-aðferðinni, skrifuðu með bleki fjögurra ára gömul. Til þess að

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.