Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 6
26
HEIMILI OG SKÓLI
vinnslu heilans, svo að lesandinn átti
sig á því, um hvaða orð er að ræða. Sá
galli er á þessari aðferð, að mörg orð
hafa svipuð sérkenni og getur það
valdið misskynjun.
2. Skynjunin getur stuðst við orð-
heild, samsetningu orðanna, lengd
þeirra og gerð. Þessi aðferð getur haft
misskynjun í för með sér, en skynj-
unargrundvöllurinn er þó allbreiður.
3. Skynjun einstakra bókstafa. Sé
þessi aðferð notuð, skynjar lesandinn
fyrst einstaka bókstafi, en tengir þá
síðan saman í orð, þetta er því aðeins
hægt, að lesandinn hafi lært að stafa.
Þessi aðferð er góð, ef um óþekkt
orð er að ræða, en ekki má hún verða
að vana, því að ef svo ber undir, tefur
hún fyrir eðlilegri lestrarþróun.
4. Lesandinn skynjar hljóð bókstaf-
anna. Þessi aðferð getur verið góði, í
byrjendakennslu, ef henni er beitt í
hófi og hún tengd öðrum aðferðum.
Þess ber að gæta, að safn allra hljóða
orðsins mynda ekki alltaf hljóðheild
þess og er orðið SAFN gott dæmi þess.
Aldrei má láta barnið nota hljóðaeind-
ir svo freklega, að það gleymi því, sem
mest á ríður, sjóneindunum.
5. Hljóðaaðferðin getur breytzt í
hljóðasamtengingaraðferð t. d. mynda
hljóðin s og k sérstakan hljóðasam-
runa. Hafi börnin marga hljóðasam-
runa á takteinum, flýtir það fyrir lestr-
arþróuninni.
6. Skynjunin getur verið bundin
við ákveðna hluta úr orðum. Þessir
hlutar flýta oft mikið fyrir úrvinnsl-
unni, t. d. mun hver og einn, sem
sér orðhlutann Eyjó geta gizkað á, að
það sem á vantar er lfur.
7. Skynjun með atkvæðaskiptingu.
Sé heyrnarskynjun barnsins gölluð, á
það bágt með að ná valdi á atkvæða-
skiptingu, heyrnarnæm börn geta hins
vegar hæglega skynjað orð á þennan
hátt.
8. Skynjun með aðstoð samhengis
og merkingar efnisins. Þessa aðferð
nota æfðir lesendur, en hún getur
valdið flausturskenndum lestrarvenj-
um hjá lítt þroskuðum börnum.
Þróun lestraraðferða.
Langt er síðan lestrarkænnsla hófst,
en lengi vel var slíkt munaður, sem
aðeins þeir efnuðu gátu veitt börnum
sínum. I Austurlöndum var börnun-
um kenndur lestur á þann hátt, að
lesmálið var sett fyrir framan þau og
átu þau síðan eftir kennaranum, sem
las hátt fyrir þau.
Stafrófsaðferðin er ein hin elzta í
heimi, er hún hafði verið notuð í
nokkur hundruð ár, var farið að nota
í hana hljóðaívaf og er það gert enn.
Fyrir tæpum tvö hundruð árurn
hófst notkun hljóðaaðferða, og átti
kirkjan frumkvæðið að því. Um sama
leyti bólaði fyrst á orðmyndaaðferð-
inni, sem Decroly hóf til vegs og virð-
ingar löngu síðar.
Hvenær lestrarnám skuli hafið, eru
skiptar skoðanir um. ítalski læknir-
inn og uppeldisfræðingurinn Maria
Montesorri vildi láta börnin hefja
nám kornung, enda skrifuðu nokkrir
nemendur, sem lærðu lrjá kennurum,
er notuðu Montesorri-aðferðina, fjög-
urra ára gamlir. Austurríski sálfræð-
ingurinn Charlotte Búhler taldi
heppilegt, að lestrarkennsla hæfist, er
börnin eru sex ára, hins vegar telja
margir amerískir sálfræðingar hyggi-