Heimili og skóli - 01.03.1949, Qupperneq 12

Heimili og skóli - 01.03.1949, Qupperneq 12
32 HEIMILI OG SKOLI braut og hinar bækurnar. Það er ekki hlaupið að því að semja lestrarbók, sem tekur tillit til allra hugsanlegra atriða, en Gates virðist hefa leyst það óvenjulega vel af hendi. Efni bókar- innar er úr lífi allra stétta í borg og bæ, við sjó og í sveit. Á sérstöku korti geta börnin fylgst með framförum sínum, og þeim þykir gaman af því. Eins og lesendur þessarar greinar munu hafa gert sér ljóst, eru aðal- aðferðirnar þrjár: stöfunar-, hljóða- og orðmyndaaðferð. í enn þrengri merkingu mætti tala um greininga- og samtengingaraðferðir. Það er ekki tilgangur þessarar grein- ar að benda á ágæti einnar aðferðar fremur en annarrar, heldur aðeins bregða daufri glætu yfir færar leiðir. Engri aðferð eru gerð nándar nærri full skil; en í heimildarritaskrá geta þeir, sem hafa áhuga fyrir lestrar- kennslu, séð, livaða bækur geyma fræðslu um þessi efni. í lestrarkennslu, sem í allri annarri kennslu, er mikils virði, að kennarinn glöggvi sig á séreinkennum barnanna, t. d., hvort sjón-, heyrnar-, þreifi- eða vöðvahreyfingarskynjun er hæfust til að veita þeim eggjendum, sem við lestrarkennsluna eru bundnir, við- töku. Reyslan sýnir, að sé duglegur kennari verulega hrifinn af einhverri aðferð, nær hann oftast góðum árangri. Slíkir áhuga- og dugnaðar- menn skyldu þó varast að halda, að sú aðferð, sem hentar þeim vel, sé óbrigðul í höndum annarra; þar gild- ir hið fornkveðna, að hver er sínum tölum tamastur. Úr því að ég er að skrifa um lestrar- aðferðir á annað borð, vil ég ekki láta hjá líða að benda á íslenzkan kenn- ara, sem á framúrskarandi hátt hefur náð tökum á einstaklingsbundinni lestrarkennslu. Þessi kennari er Sig- urður Jónsson, skólastjóri Mýrarhúsa- skólans á Seltjarnarnesi. Sigurður er hlédrægur maður, svo að sennilega er honum ekki að skapi, að bent sé á kennslu lians, en þar eð skóli hans er svo nærri Kennaraskóla íslands, þætti mér ekki illa tilfallið, að kennaraefn- um yrði gefinn kostur á að kynnast kennslu Sigurðar. Ólafur Gunnarsson frá Vik i Lóni. HEIMILDARRIT Gates: The Improvement o£ Reading. A program of diagnostic and remedial methods. Sami: New methods in primary reading. O’Brien, J. A.: Silent reading. With special reference to methods for developing speed. A study in the psychology and pedagogy o£ reading. Gray, C. L.: Deficiencies in reading ability. Their diagnosis and remedies. Ranschburg, P.: Die Lese- und Schreib- störungen des Kinderalters. Ihre Psycho- logie. Montesorri Metoden. Mogens Kyng: Læsningens Psykologi. Erik Thomsen: Fyrirlestrar um sálarfræði, veturinn 1947—48. E. B. Huey: Psyckology and Pedagogy of Reading. Allt öfugt. Asgeir litli fékk að fara í brauðbúðina með mömmu sinni. Honum verður starsýnt á af- greiðslustúlkuna, og þegar hann kemur út, segir hann við móður sína: „Mamma, sástu, hvernig neglurnar á stúlk- unni voru rauðar? En svo voru þær hvítar, þar sem þær eiga að vera svartar.“

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.