Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 22
42 HEIMILI OG SKÓLI frá sér hvorki meira né minna en 700 rúmcentimetra af magasafa. Aðrir menn, sem gerðu svipaða til- raun með hunda, komust að raun um, að hundur, sem étið hafði í fimm mín- útur, hafði 66,6 rúmcentimetra af hreinum magasafa í maga sínum. Var nú tilfinningalífi hundsins raskað, með því að hleypa inn til hans ketti, og varð hann hamslaus við heimsókn- ina. Köttnrinn var síðan fjarlægður, og kom þá í ljós, eftir næstu fimm mínútur við áframhaldandi fóðrun, að í maga hundsins voru nú ekki nema 9 rúmcentimetrar af magasafa, og honum lélegum. Næstu tuttugu mínúturnar var framleiðslan í svip- uðum hlutföllum, allt fyrir hina sál- rænu truflun, sem hundurinn hafði orðið fyrir. Af ofangreindum staðreyndum er auðséð, að jafnvægi sálarinnar hefur örlagaþýðingu fyrir meltinguna, og gildir þetta ekki aðeins um magakirtl- ana, heldur og þarmmeltinguna, en áhrifin eru þar raunar óbein, því að þar stafar truflunin af því, að hinir skemmdu magasafar hafa ekki getað undirbúið chymus, eða fæðumaukið, sem úr maganum kemur, svo að hún geti leyst úr læðingi þá meltingarsafa, sem hún annars getur fullkomlega gert, ef undirbúningurinn af hendi magasafans hefur verið eðlilegur. Munnvatnskirtlarnir standa einnig mjög undir áhrifum sálarinnar, því að yfirstjórn þeirra, ef svo mætti segja, er geðræns eðlis. Það er því æði margt, sem til greina kemur af hendi sálar- lífsins, og má nærri geta, að miklu máli skiptir, að sú íhlutun sé heppilegs eðlis. En hvernig er nú ástandið í þessum málum yfirleitt? Ætli þess sé nú gætt sem skyldi, að varðveita rósemi hug- ans, til dæmis við borðhaldið? Því er nú miður, að svo er ekki. Svo má oft heita, að réttur sé settur í deilumálum heimilisins, er setzt er að borðum. Sær- andi athugasemdir eru gerðar, rifizt og skammazt. Og afleiðingin verður svo taugaveiklun og meltingarörðug- leikar, sem stafa af því, að menn voru rændir einni hinni frumlægustu og heilbrigðustu lífsnautn, sem mönnun- um er gefin, ánægjunni af að neyta góðs matar í friði. Tilraunin, sem gerð var með hund- ana, sýndi það, að geðshræringar höfðu slæm áhrif á meltingarstarfið, en hið sama gildir í höfuðatriðum manninn og æðri dýr. Bylgjuhreyfing- ar meltingarfæranna eru einnig mjög háðar hugarástandinu. Læðu var kom- ið úr jafnvægi, og stöðvuðust þá bylgjuhreyfingarnar þegar í stað, en þegar svo var snúið við blaðinu og hún var strokin og tók til að mala, komust hreyfingarnar í eðlilegt horf. . Mörg dæmi eru til um hliðstæð áhrif og verkanir þeirra. Óttinn hefur mjög skaðleg áhrif á hreyfingar mag- ans, og hætta þær alveg, ef hann er á háu stigi. Óttinn stöðvar einnig starf magakirtlanna, og eru til góð dæmi um það. Kona nokkur í Bandaríkjun- um hafði komið til einnar stórborgar- innar og gist þar yfir nótt. Morgun- inn eftir varð hún fyrir alvarlegri meltingartruflun, og kom þá í ljós, að magakirtlarnir höfðu hætt að starfa. Er nánar var grennslazt um hagi henn- ar, kom það upp úr kafinu, að eigin- maður hennar, sem einnig var með á

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.