Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI
41
JÓN SIGURÐSSON, cand. theol.:
Sálarlífið og meltingin
Það er ekki langt að minnast, að
sálarfræðin var aðeins stunduð af tak-
mörkuðum hóp háskólamanna og um
hana vafið eins konar dularblæju, sem
almenningi gafst lítill eða enginn kost-
ur á að svipta til hliðar. Nú er öldin
önnur. Sálarfræðin er meir og meir að
verða eign fjöldans, og er löngu orð-
in að hagnýtum vísindum. Við skul-
um nú til fróðleiks íhuga, hvað sálar-
fræðin segir um samband meltingar-
innar og sálarlífsins.
Þekktur læknir, Glendenning að
nafni, hefur sagt, að fæstir magasjúk-
dómar eigi sér líkamlegar rætur.
Venjulegastur líkamlegra sjúkdóma í
maga er þó magasár, eða um 10%.
Einnig kemur krabbamein stundum
fyrir.
Það er álit lækna, að langflestir
magasjúkdómar eigi andlegar orsakir,
eða um 75%, og jafnvel hafa læknar
gengið svo langt að halda því fram,
að 90% væru sálrænir. Annars er ekki
auðvelt að fá fram nákvæmar tölur
um þetta, af skiljanlegum ástæðum.
Maginn er þannig skapaður, að
hann er heilbrigðastur, þegar sálin
hefur sem minnst afskipti af honum.
Aðallega stjórnast hann af sjálfvirka
taugakerfinu, sem hefur á hendi stjórn
nokkurra þýðingarmestu líffæranna,
svo að við þurfum engar áhyggjur af
þeim að hafa. En við virðumst ekki
geta látið okkur það að kenningu
verða, að láta þessi líffæri í friði. Við
erum, ef svo mætti segja, alltaf að
gægjast inn í magann í okkur, og af-
leiðingin verður sú, að meltingar-
kvillarnir eru einna tíðastir allra
sjúkdóma vorra tíma.
Slæmur magi hefur í för með sér
allar mögulegar truflanir á taugakerf-
inu, svo að það er sannarlega tíma-
bært, að menn fari almennt að gera
sér grein fyrir sambandinu milli
taugasjúkdóma og meltingarinnar.
Oft hafa menn gefið maganum að sök,
að hann ylli taugakvillum, en stað-
reyndinni er reyndar snúið þar alger-
lega við, en vitanlega af þekkingar-
leysi. Það er sjúkt taugakerfi, sem oft-
ast nær kemur starfsemi magans úr
jafnvægi.
Það var hinn frægi lífeðlisfræðing-
ur Pavlow, sem fann hin geysi-þýðing-
ar miklu áhrif sálarlífsins á melting-
una. Með uppskurði einangraði hann
hluta af hundsmaga, svona áttunda
hluta hans, og gekk þannig frá hon-
um, að auðvelt var að mæla melting-
arsafa þann, sem myndaðist við melt-
ingarstarf skepnunnar. Einnig gerði
hann uppskurð á vélindi tilrauna-
hundsins og kom þar fyrir pípu, sem
tók við fæðunni, svo að hún féll niður
í skál í stað þess að komast vanaleið
ofan í magann. Hundurinn át nú með
beztu lyst í sex klukkustundir, án þess
að einn einasti matarbiti lenti í maga
hans, en á meðan gáfu magakirtlarnir