Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 10
30
HEIMILI OG SKÓLI
þroska vöðvahreyfingarnar, notar lnin
teiknun, hún leggur kubba á pappírs-
blað, og barnið á að fylgja hliðum
kubbsins með litkrít. Þegar barnið er
búið að teikna í kringum kubbinn, er
hann tekinn, og barnið fer nú ofan í
teiknimynd þá, sem þegar er mynduð
með öðruvísi litri litkrít. Loks á barn-
ið að mála reitinn, sem kubburinn
stóð á áður, með þriðju litkrítinni.
Lestur hefst á, að skrifaðir bókstafir
eru lesnir, börnin eru stundum látin
binda fyrir augun, meðan þau þreifa
á bókstöfunum, stundum fá þau bók-
stafi úr sandpappír, seglgarni, sem
strengt er á bréfspjöld, tréskorur eða
annað áþekkt. Fyrst eru kenndir sér-
hljóðar, síðan samhljóðar. Bókstafir á
pappaspjöldum eru líka notaðir og
eiga börnin að setja þá saman í orð.
Hin eiginlega lestrarkennsla hefst
á því að börnin fá ræmur eða
kort með orðum eða setningum, auk
þess eru ýmsir hlutir notaðir við
Lennsluna. Börnin eiga nú að láta
hvern hlut fá sitt rétta nafn. Nöfn-
um ýmissa leikfanga er t. d. komið
fyrir í körfu. Geti barnið fundið nafn
þess leikfangs, sem því er mest að
skapi, má það leika sér að því, en
venjulega vilja börnin heldur leika
sér að orðum.
Montesorri-aðferðin er í raun og
veru lestraraðferð. Hún hefur safnað
aðferðarefni sínu úr ýmsum áttum, og
takmark hennar er lestur með augna-
skynjun einni saman. Hvort hægt er
að ná því takmarki, er svo allt annað
mál.
Skriftar- og lestraraðferðin.
Þessi aðferð er rúmlega 130 ára
gömul, en er nú mjög breytt frá því, er
áður var.
Fyrst æfist auga og eyra, en ekki
með neinni ákveðinni tækni, heldur
samtali um dagleg málefni. Kennar-
inn segir stuttar setningar, og börnin
liafa þær eftir. Orðagreining kemur á
undan orðasamsetningu. Skrift æfist
þannig, að börnin „skrifa“ fyrst í lofti
með fingrunum einum saman, síðan
í lofti með einhverju skriffæri, loks
skrifa þau á papír, upp og niður.
Fyrsti bókstafurinn, sem þau skrifa,
er i. Er kennarinn hefur valið ákveðið
hljóð til kennslu, æfist það á ýmsan
hátt. Síðan er bókstafur hljóðsins
skrifaður á töfluna, og börnin skrifa
hann á pappírsræmur. Eind bætist við
eind, unz heildin myndast. Hljóð-
skynjun og hljóðmyndun verður að
vera í lagi, og þýðingu orðanna má
ekki gleyma. Lestrarkennslutæki eru
notuð í sambandi við þessa aðferð.
Einfaldasta tækið er tafla með reitum,
sem setja má ýmsa bókstafi inn í. Þá
má nefna setjaraaðferðina, sem margir
kennarar nota í sambandi við skriftar-
og lestraraðferðina.
Grace Fernald og Helen Keller-
aðferðin.
G. F. og H. K. áttu að leysa það
erfiða hlutverk af hendi við háskól-
ann í Califoríu, að kenna börnum
lestur, sem ekkert höfðu lært í því
fagi, þrátt fyrir 3—4 ára skólagöngu.
Einstaklingsbundin kennsluaðferð var
reynd með áður þekktum lestrarað-
ferðum, en allt kom fyrir ekki. Hálf-
gerð tilviljun varð þess valdandi, að
G. F. og H. K. reyndu nýja aðferð.
Orðið, sem læra skyldi, var skrifað