Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 19
HEIMILI OG SKÓLI 39 HANNES J. MAGNÚSSON: Kafli úr skólaslitaræðu ------Áður en ég lýk máli mínu að þessu sinni, langar mig til að segja fá- ein orð við ykkur, kæru börn, sem eruð að kveðja skólann. Flest hafið nú stundað liér nám 6—7 vetur. Það er langur tími, og er því von, að þið verðið frelsinu fegin, frelsinu frá erf- iðum skyldum og erfiðu námi. Mörg ykkar hafið stundað nám ykkar hér á- gætlega og hin sæmilega, þennan langa námstíma, og yfirleitt verið góð- ir og batnandi skólaþegnar. Og hvort sem þið hættið nú námi, eða lialdið því áfram í öðrum skólum, eða þá blátt áfram í skóla hins daglega lífs, þá er það ósk mín og von, að þið reyn- ist þar ekki verri nemendur en hér hjá okkur. Þó að stundum hafi þurft að finna að við ykkur, eigum við þó svo góðar endurminningar um ykkur, að okkur væri ekki sársaukalaust að sjá ykkur falla á þeim prófum, sem nú bíða ykkar á næstu árum, þegar þið leggið leið ykkar út í lífið. I hinni miklu og göfugu bók, biblí- unni, standa þessi orð: „Varðveit þú, son minn, boðorð föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar. Fest þau á hjarta þitt stöðuglega, bind þau um háls þinn. Þegar þú ert á gangi, þá leiði hún þig, þegar þú hvílist, vaki hún yfir þér, og þegar þú vaknar, þá ræði hún við þíg-“ Þrjár stofnanir hafa einkum haft það hlutverk að fræða ykkur og búa undir lífið. Það er heimilið ykkar, skólinn og kirkjan. Þið eruð nú að skilja við skólann. Eg veit ekki, hve mikið veganesti hann hefur gefið ykkur, eða hversu vel það endist ykk- ur, en þess vildi ég biðja góðan guð, að þið mættuð taka eitthvað með ykk- ur héðan, sem orðið getur ykkur til blessunar og gagns í lífinu. Kirkjan hefur einnig að mestu lokið þeirri fræðslu, sem tilheyrir uppeldi ykkar sem börnum. Það er einnig innileg ósk mín, að sú fræðsla verði ykkur gott og blessunarríkt veganesti á ó- komnum árum. Eg vildi, að þið mætt- uð alltaf minnast þess, þegar mest liggur við, þegar þið eruð í einhverri hættu stödd, þegar þið verðið fyrir einhverju mótmæti, og þegar ein- hverjar vonir bregðast ykkur, að þið eigið alltaf athvarf og traust hjá hon- um, sem sagði: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðn- ir, ég mun veita yður hvíld.“ Það er einnig innileg ósk mín, að þið hald- ið áfram að hafa samband við kirkj- una. Hún getur verið ykkur styrkur og stoð á hinum hættulegu, en jafn- framt yndislegu æskuárum. En þá er það heimilið. Þeim eigið þið mest að þakka, og áhrifin frá þeim munu endast ykkur lengst. Því endurtek ég, börnin mín, þessi orð: Varðveit þú, son minn, boð- orð föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar. Hvort sem þið eruð rík eða fátæk, hvort sem þið hafið há- ar einkunnir eða lágar, og hvert sem leið ykkar liggur, er það eitt sameig- inlegt með ykkur öllum: Þið hafið

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.