Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 27
HEIMILI OG SKÓLI 47 TIL GAMANS Hún hafði rétt fyrir sér. Fríða litla hefur tekið eftir því, að móðir hennar, sem á von á erfingja, liggur á hverj- um degi úti í hægindastól í garðinum og læt- ur sólina skína á sig. Fríða litla heldur því fram, að það sé ekkert hollt að baka sig þannig í sólskininu, en móðir hennar fu!l- yrðir, að það séu bætiefni í sólskininu. Loks- ins kemur að því, að Fríða litla eignast litla systur. Skömmu eftir fæðinguna fær Fríða að sjá hana, og er hún þá öll rauð og þrútin, svo að Fríðu lízt ekki á hana og segir: „Þarna getur þú séð, mamma, að ég hafði rétt fyrir mér. Þú hefðir ekki átt að liggja svona lengi úti í sólskininu.“ Bezt hjá sjálfum sér að taka. Pétur er enginn garpur að reikna, og þó að faðir hans sé farinn að ryðga í þeim fræð- um, tekur hann sig þó til, að hjálpa drengn- um með heimadæmin. Eftir mikil heilabrot og mikið erfiði, tekst honum að reikna dæin- in, sem drengurinn átti að leysa heima. Þegar Pétur kemur heim úr skólanum næsta dag, spyr faðirinn auðvitað, hvort dæmin hafi ekki verið rétt. „Jú,“ sagði Pétur, „en kennarinn sagði, að það væri þó betra, ef ég vildi reikna dæmin sjálfur." Hún gat það á mánudag. Asa er tveggja ára, en verður þriggja ára næstkomandi mánudag. Hún er auðvitað al- veg sannfærð um, að sá dagur muni valda straumhvörfum í lífi hennar og hlakkar því mjög til dagsins. Svo kemur einn af vinum föður hennar í heimsókn, og Ása spyr hann, hvað hann heiti. „Ég heiti nú Theódór Friðriksson," segir hann. „Það er mjög erfitt nafn. Heldurðu að þú getir sagt það?“ „Nei,“ segir Ása, ,en ég get sagt það á mánudaginn." Of seint. Erla hefur verið að leika sér með drengj- unum úti í garðinum. Það hefur gengið ágætlega. En allt í einu dettur drengjunum það í hug, að þeir geti ekki verið þekktir fyrir að leika sér við „stelpu“, því að nú ætla þeir að fara að klifa hæsta fjall jarðarinnar, sem er stór viðarhrúga í garðinum, og Erla verður að fara inn. Hún horfir á þá með aðdáun út um glugg- ann og segir síðan við mömmu sína: „Heyrðu mamma. Eg vildi heldur vera drengur. Er það of seint að hugsa fyrir því nú?“ Hún vissi, hvað hún söng, sú litla. Anna litla var 6 ára. Hjá foreldrum henn- ar starfaði farskóli í mánuð. Einn daginn fóru hjónin í kvöldboð. Anna litla lék sér um kvöldið og var kát. Um háttatíma sagði kennarinn við hana: „Þú ættir nú að fara að hátta, góða mín. Þú þarft að vera sofnuð, þegar mamma þín kemur heim.“ Anna litla svaraði: „Nei, ég þarf þess ekki. Ég veit, hvernig mamma lætur, þegar hún fer í burtu. Þá er hún svo lengi, að hún kemur ekki heim fyrr en einhvern tíma um nóttina." Mörgum tekst það sjálfsagt meir en að vonum, en enginn þarf að undrast, þótt eftirtekjan verði stundum rýr, þegar þannig er í haginn búið. En ljósið skín einnig á leið kennar- ans. Oft gleðst hann við góðan ávöxt iðju sinnar — ávöxt, sem hann finnur stundum þar, sem hann væntir sízt. Eirikur Stefdnsson.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.