Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 18

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 18
38 HEIMILI OG SKÓLI leika, sem þeir hafa farið á mis við svo lengi. Undir niðri þrá þeir heitast af öllu hina eðlilegu móðurhlýju og þá styrku handleiðslu, sem þeir liafa á- rangurslaust leitað eftir hjá foreldr- unum, en það er svo erfitt að veita þeim einmitt þetta þýðingarmesta, eftir að það hefur verið vanrækt að meira eða minna leyti í fleiri ár. Þeir hafa brynjað sig með kulda og kæru- leysi, ruddalegu orðbragði og dóna- legri framkomu. En sýnir það ekki bezt, að vöntun er á þeirri umhyggju, sem ein er fær um að gefa þeim ró og jafnvægi? Eg hef sjálf orðið að reyna, hve erfitt það er fyrir óviðkomandi að vera drengjunum það, sem foreldr- unum einum er ætlað að vera, og að skapa þann heimilisanda, sem nauð- synlegur er. En trúnaðartraust og skilningur þarf að ríkja í uppeldis- heimilinu, og þá er ég sannfærð um, að drengjunum getur þótt vænt um það og liðið þar vel. Og ef þeim finnst, að heimilið sé fyrir þá, lærist þeim að ganga betur um eignir þess og áhöld, en það er mikils virði bæði peningalega og uppeldislega séð. Mér þykir hæfilegt að hafa svona 20 drengi saman á heimili. Það gerir for- stöðumanninum eða konunni fært að hafa eftirlit með rekstrinum, heimilis- haldinu og hverjum dreng fyrir sig, og léttara er að skapa viðeigandi heimil- isanda á litlu heimili en stóru. Þau stærri eru kannske ódýrari í rekstri, en þau hafa í för með sér svo ótrú- lega marga og óviðráðanlega galla, að þau eru ekki eftirsóknarverð. Miklu léttara er líka að fá starfsfólk, — nothæft starfsfólk — og betra að hafa samvinnu við það á litlu heimili en stóru, en slíkt er ótrúlega þýðing- armikið atriði. En ég ætla ekki í bili að gera frek- ari grein fyrir rekstri og daglegu fyrir- komulagi slíks heimilis, það er heill pistill fyrir sig. Að lokum aðeins þetta: Það hefur sýnt sig á síðustu árum, að brýn nauð- syn er fyrir uppeldisheimili. Þau ættu að komast upp sem fyrst og keppa að því að vera heimili og athvarf fyrir þau börn, sem í foreldrahúsum njóta ekki þeirrar umönnunar og uppeldis sem skyldi. Þangað til allir foreldr- ar eru færir um að gegna uppeldis- skyldum sínum sómasamlega, verður það opinbera, bær eða ríki, að hlaupa undir bagga og gera sitt bezta fyrir þessa ungu þegna sína. Það mun borga sig, menningarlega séð, og líka beint fjárhagslega. Það kom honum á óvart. Fjölskyldan átti von á erfingja, og dag einn segir faðirinn við Pétur litla: „Ef þú verður afskaplega góður drengur, getur verið, að þú eignist lítinn bróður, eða litla systur, bráðlega." Pétur er ekkert hrifinn af þessu fyrirheiti. Honum finnst heimilið vera gott eins og það er, og hann breytir engu í háttum sínum. En átta dögum síðar eignast hann lítinn bróður. „Æ, pabbi," segir hann. „Ég hélt ekki, að ég hefði verið sérlega góður að undanförnu.“ Hreinskilni. Fjölskyldan var setzt að veizluborðinu, ásamt gestunum, og hátíðablær var yfir öllu. En allt í einu sprettur Maja litla up frá borðinu og hleypur til dyra. Þetta var óvænt truflun á veizluskapinu, og móðir hennar stendur upp og gerir sig líklega til að hlaupa á eftir telpunni og láta hana setjast. En í sama bili snýr Maja litla sér við og segir: „Er þér líka mál, mamma?“

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.