Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 13
HEIMILI OG SKÓLI 33 PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR: Sérkennsla og séruppeldi Pálína Jónsdóttir er ung kennslukona, sem stundar nú framhaldsnám í Sviss. Leggur hún þar einkum stund á að kynna sér kennslu og meðferð vangefinna barna, eða þeirra, sem þurfa öðruvísi uppeldi og kennslu en önnur börn. Hún hefur nú sent Heimili og skóla grein um þetta efni, og kann ég henni þakkir fyrir. Ritstj. Flestir kennarar rnunu eiga við þá erfiðleika að etja, sem skapast af mis- munandi gáfnafari og vinnuafköst- um nemenda þeirra. í bekknum eru gáfnatregir nem- endur, sem ómögulega geta fylgzt með venjulegri kennslu. Þótt kennarinn geri sitt bezta til að hjálpa þeim áfram, jafnvel á kostnað gáfaðri og skilnings- betri barnanna, dugar það ekki til. Þeir eru og verða slóðarnir í bekkn- um, kennaranum til ama og sjálfum sér til leiðinda, því a. m. k. sumir þess- ara nemenda líða við það að vera allt- af Jreir lélegustu í bekknum, þurfa að sitja tíma eftir tíma og reyna að skilja og fylgjast með, en vera jafn nær eftir sem áður. Allt eftir því umhverfi, sem þessi börn lifa í, heimilisástæðum og félags- skap, mótast svo skapgerð þeirra. Njóti þau sín af einliverjum ástæðum vel á meðal leiksystkina sinna og búi við ástúð og umhyggju góðs heimilis, er hættan ekki svo mikil. Þá skortir þau aðeins þekkingu í skólanámsgrein- unum, þekkingu, sem hvort sem er týnist að miklu leyti niður og hægt er að bæta upp seinna í störfum daglega lífsins. Óneitanlega væri betra að þessi gáfnasljóvu börn væru í sérdeildum, þar sem kennsluhraðinn og námsefnið væri miðað við þeirra hæfi og allt kapp væri lagt á að búa þau undir lífsstörf sín, sem oftast liggja á hag- nýtum sviðum. En fyrir hinn hópinn, sem enga ánægju hefur af náminu, sem líka verður út undan í leik skólasystkin- anna og í þokkabót á kannske lélegt heimili, fyrir þann hóp eru sérdeildir ekki aðeins æskilegar, heldur nauð- synlegar. Skólinn verður að gera skyldu sína og veita þessum börnum atlivarf og ánægju nokkrar stundir úr deginum. En það getur hann bezt með því að hafa sérdeildir fyrir þau, þar sem þau eru á meðal jafningja sinna og þurfa því ekki alltaf að finna til vanmáttar síns. Þar, sem námsefnið er gefið í smáskömmtum, margendur- tekið á mismunandi hátt, og allt nám- ið gert aðgengilegt fyrir þeirra litlu námshæfileika. Auðvitað verður ekki með þessu móti komizt yfir allt tilskilið náms- efni livers bekkjar, og í mörgum til- fellum mun árangurinn ekki verða stórfenglegur, ef aðeins verður litið á einkunrlirnar. En það, sem ég tel mest um vert, ætti að nást: Að börnin hafi ánægju af skólagöngunni, læri vel það litla, sem þau læra, og eignist dálítið af ómissandi sjálfstrausti.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.