Heimili og skóli - 01.12.1950, Síða 5

Heimili og skóli - 01.12.1950, Síða 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 9. árgangur Nóvember—Desember 1950. 6. hefti Jól í Grinifangelsi. .. . Jól á bak við gaddavírs- og rafmagnsgirðing- ar.------- Það hefur að öllum líkindum orðið lítið úr jólatilhlökkuninni þetta árið. Mörgum finnst sjálfsagt, að jólin muni verða fátækleg að þessu sinni. Vér verðum að vera án svo margs, sem oss finnst heyra jólunum til, — svo sem góðs matar, góðra gjafa, ljósa og hátíðleika. Og svo er sorgin og alls- leysið á heimiliunum og fargið þunga, sem hvílir á oss öllum. Vér hugsum til ástvinanna í kveld, — að sínu leyti eins og hugur þeirra mun dvelja hjá oss. — Og vér hugsum til félaga vorra, sem þjást og líða enn meira en vér. Til þeirra, sem hafast við í einangrunar- klefum, og til þeirra, er sendir hafa verið í þýzk fangelsi. Til þeirra, sem þjást og horfast í augu við dauðadóm- ana. Hvernig getur nokkur verið reglu- lega glaður í dag? En — ef til vill er það á svona tím- um og undir þessum kringumstæðum, sem oss gefst bezta tækifærið til að eignast hina sönnu jólagleði, því að jólin eru vígð minningunni um fátækt og lítilmótleg lífskjör. Ekkert uppljómað musteri, engin ljósum alsett höll, heldur aðeins fjár- hellir og jata í hamingjusnauðu, her- setnu landi. Fátæk móðir sveipaði fyrsta soninn fátæklegum reifum og lagði hann í lága jötu, — því að ekki var rúm fyrir þau í gistihúsinu. Að eins fátækir hjarðmenn sáu stjörnuna, sem ljómaði yfir jötunni, og nutu

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.