Heimili og skóli - 01.12.1950, Side 12
128
HEIMILI OG SKÓU
DR. ÁSE GRUDA SKARD.
Börn og peningar.
Hinn norski barnasálfræðingur, Áse
Gruda Skard, sem sjálf er fimm bama
móðir, ráðleggur foreldrum að gefa
börnum sínum ákveðna upphæð af
peningum vikulega, allt frá 4—5 ára
aldri. Aðeins tvo eða fimm aura á
viku, en upphæðin hækki svo auðvitað,
eftir því sem bamið eldist. Þá kemur
hún að þeirri vandasömu spurningu,
hvort greiða eigi börnum ýmis þau
verk, sem þau kunna að vinna á heim-
ilunum.
Ykkur er það ef til vill ógeðfellt, að
rætt sé um peninga í sambandi við
barnauppeldi. Þér hafið ef til vill þá
skoðun, að þegar börn fá allt það, sem
þau þurfa með til daglegra þarfa, og
svo fáeina aura fyrir aðgöngumiða í
kvikmyndahúsið, sé allt gott og bless-
að.
En peningarnir hafa miklu hlut-
verki að gegna í lífi okkar, hvort sem
okkur líkar það vel eða illa.
,,Hvað kostar þetta? Hefur verðið
hækkað? Þetta er sannarlega dýrt. Við
verðum að fá launahækkun. Við verð-
um að spara.“ Eru þetta ekki setning-
ar, sem við heyrum og lesum oft á
dag? Það, sem við vinnum okkur inn
og það, sem við eyðum, er grundvöll-
urinn undir daglegu lífi okkar.
Börnin verða að læra sitt hvað um
þennan grundvöll. Það er ekki nægi-
legt að afgreiða þau með einstökum
setningum, svo sem: „Við höfum ekki
efni á því .Þú mátt ekki sóa burt pen-
ingunum.“ Og það er heldur ekki nóg,
að þau læri grundvallaratriði venju-
legrar bókfærslu í skólanum. Aðeins
reynslan ein getur kennt okkur þá list
að halda ætíð jafnvægi á milli tekna
og gjalda í daglegu lífi.
Höfum við ekki efni á að gefa böm-
um okkar peninga? Við gætum einn-
ig spurt, hvort við hefðum efni á að
láta börnin okkar ganga í skóla. Bæði
peningamir og skólinn eru mikilvæg-
ir aðilar að því að gera bömin að nýt-
um þjóðfélagsborgurum. Og þeim
peningum, sem við gefum börnum
okkar, er ekki á glæ kastað. Þeir eiga,
undir flestum kringumstæðum, að
spara okkur einhver útgjöld. Og þeg-
ar við fáum börnunum þessa peninga
í hendur, á að koma því þannig fyrir,
að við séum um leið losuð við ein-
hver ákveðin útgjöld.
Það má gefa börnum peninga á
tvennan hátt: Þau geta fengið fasta
viku- eða mánaðarpeninga, og þau geta
unnið fyrir peningum með einhverju
starfi. Böm eiga að fá fasta vikupen-
inga allt frá 4—5 ára aldri. Það mætti
t. d. nefna 2—5 aura á viku. (Þyrfti að
vera eitthvað hærra hér á landi. Rstj.).
Það er betra fyrir þau að fá litla upp-
hæð vikulega en stærri upphæð t. d.
mánaðarlega, því að börn sjá ekki yfir
langan tíma í einu. Þegar barnið eld-
ist, má auka þessa upphæð. þegar það
er orðið 7—8 ára mætti t. d. gefa því
20—25 aura á viku. Og þegar það er
orðið 10—12 ára, mætti gefa því 40—50