Heimili og skóli - 01.12.1950, Síða 22
138
HEIMILI OG SKÓLI
dreng, sem svaf í annarri rekkju. Það
var drengur á aldri við hann. Ríkis-
mannssonurinn horfði á drenginn um
stund. Rúmið hans var fátæklegt. Allt
umhverfis hann var fátæklegt, en um
varir drengsins lék bros, yndislegt
bros, það var eins og öll gleði lífsins
og hamingja byggi í þessu brosi.
„Hann er víst að dreyma eitthvað
fallegt,“ hvíslaði ríkismanssonurinn.
„Það getur vel verið,“ mælti engill-
inn. „En hann sofnaði með þetta bros
á vörunum, þetta er bros dagsins, þetta
er bros jólagleðinnar.“
„En hvar eru jólagjafirnar?" spurði
ríkismannssonurinn.
„Komdu með mér,“ bauð engillinn
aftur.
Og hann fór með hann heim til
blindu konunnar.
„Sjáðu, hér er jólagjöf fátæka
drengsins og fátæku konunnar.“
Hann fór með ríkismannssoninn
heim til gamla mannsins og mælti:
„Sjáðu, hérna er gjöf fátæka drengs-
ins og fátæku konunnar til þessa ein-
stæða, gamla manns.“
Og hann fór með ríkismannssoninn
að beði veika drengsins og mælti:
„Sjáðu, hér er gjöf fátæka drengs-
ins og fátæku konunnar til þessa ein-
mana, sjúka drengs."
Ríkismannssonurinn þagði. Hann
skildi þetta ekki enn. Hann bað eng-
ilinn að lofa sér að koma heim til fá-
tæka dregsins aftur. Og þeir voru
þar eftir andartak.
----„En ég var að spyrja um jóla
gjafirnar hans, jólagjafirnar sem hann
fékk sjálfur."
„Hann fékk engar jólagjafir."
„Fékk hann engar jólagjafir? Eng-
ar bækur?“
„Nei, engar bækur.“
Engar flugvélar eða bíla?“
„Nei, engar flugvélar eða bíla.“
„Ekki skíði eða sleða?“
„Nei, engin skíði eða sleða.“
„Ekki spil, vasahníf eða tindáta?"
„Nei, ekki spil, vasahníf eða tin-
dáta.“
„Ekki peninga eða peningaveski?"
„Nei, ekki peninga eða peninga-
veski.“
„Fékk hann þá ekki ávexti eða sael-
gæti?“
„Nei, enga ávexti eða sælgæti."
„Af hverju var hann þá svona
glaður?“
„Hann gaf jólagjafir. Og mundu
það, að það skapar miklu meiri gleði
að gefa gjafir en þiggja gjafir."
„Hvernig voru þá jólin haldin
hér?“
Engillinn benti á hálfbrunnið kerti
í skínandi fögrum stjaka. Hann benti
honum á gamla sálmabók og gamalt
nýjatestamenti. „Sjáðu!“ sagði engill-
inn og benti með fingrunum á 2.
kapítula í Lúkasarguðspjalli. „Þarna
er jólaboðskapurinn. Sá, sem gleym-
ir jólabarninu, finnur aldrei jólagleð-
ina.“
Engillinn hvarf, kofinn hvarf. Rík-
ismannssonurinn lá í hvítu rekkjunni
sinni. Hann mundi eftir öllu, sem
við hafði borið. Var það draumur,
eða hafði þetta gerzt í raun og veru?
En hvað þetta var undarlegt. Og hvað
hafði engillinn sagt síðast? Jú, hann
mundi það:
„Sá, sem gleymir jólabarninu, finn-