Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 23
HEIMILI OG SRÓLI 139 Ellefu barna móðir segir frá. Heimili og skóli hefur oft óskað eftir stuttum greinum frá mœðr- um og feðrum, en því miður hefur litið borizt af slíku, og liggja vafalaust til þess gildar or- sakir, aðrar en tómlœti. Það vceri þó vissulega margt á slíkum frá- sögnum að grœða og oft fróð- legt að fá að heyra, hvernig mœð- ur með stóran barnahóp fara að þvi að sinna öllu, barnauppeld- inu, húsmóðurstörfunum o. fl. Hér birtist ein slík frásögn, og þó að hún sé eftir danska konu, eru umsvif mæðranna og hús- mœðranna alls staðar svipuð. — Þessi grein er viðtal, sem frú Due- dahl Knudsen átti við blaða- mann, sem kom á fund hennar, til að spyrja hana frétta af lífs- starfi hennar. Ritstj. „Eg hafði mikið að gera, þegar barnahópurinn stækkaði, og maður- inn minn, Andrés, varð að fara til vinnu sinnar á hverjum morgni,“ sagði frú Knudsen. „En frá því að ur aldrei jólagleðina." Hann ætlaði að reyna að muna þetta. „Sá, sem gleymir jólabarninu, finn- ur aldrei jólagleðina." (Saga þessi er tekin úr bókinni „Sög- urnar hennar ömmu,“ sem komin er út fyrir skömmu hjá Bókaútgáfu Æsk- unnar.) börnin voru lítil, reyndi eg að kenna þeim að hafa gleði af vinnunni. Eg kenndi þeim að meta réttilega vinnu föður þeirra, og Andrés gerði þeim skiljanlegt, að ekki bar heldur að líta á hin daglegu störf mín eins og eitt- hvað sjálfsagt. Þegar maðurinn minn gekk til vinnu sinnar á morgnana, sagði hann oft: „Jæja, börnin mín, nú skuluð þið vera ákaflega góð við mömmu í dag og hjálpa henni, eins og þið getið.“ Þessi hvatning vakti áhuga barnanna fyrir því, að allt gengi vel á heimilinu. Þegar eg sá svo til Andrésar á kvöldin, sagði ég við börnin: „Hlaupið nú á móti pabba og takið á móti honum. Hann er bú- inn að vinna mikið í dag.“ Og þá hljóp allur skarinn af stað. Þessarx glöðu og alúðlegu móttökur gerðu manni mínum glatt í geði. „Gekk það ekki stundum illa, að hafa stjórn á þessum hóp?“ „Það hefur mér aldrei fundizt. Ég hef aldrei notað skammir við börnin mín. Þegar eitthvað hefur bjátað á, og það hefur auðvitað komið nokkuð oft fyrir, þá hefur mér ætíð gefizt bezt að leysa vandamálið með því, að fá börnunum verkefni. „Knútur,“ kall- aði ég, „þú getur sótt fyrir mig eldi- við.“ „Elín, viltu nú ekki líta eftir litla bróður?" Það er alltaf hægt að fá einhver verkefni handa börnunum. Og vinnan er gott meðal til að sigrast á ýmsu illu.“ „Var ekki stundum erfitt að afla nauðsynja handa þessum stóra hóp?“

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.