Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 5

Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 21. árg. Maí—Ágúst 1962 3.-4. hefti Seg ir pú barni Einhver versti óvinur mannkynsins er lygin. Hún er sjúkdómur í menn- igarlífi þjóða og einstaklinga, eins kon- ar krabbamein, sem eitrar út frá sér og sáir fræjum tortryggni, úlfúðar og haturs. Þetta er vanþroskasjúkdómur, sem eigi verður læknaður með öðru en auknum menningarþroska. Barátta sið- menningarinnar við lygina verður því að byrja í uppeldinu, eins snemma og hægt er. Hún tekur á sig alls konar gerfi. Stundum birtist hún eins og sakleysið sjálft, sem mennirnir gera gælur við, en á öðrum tíma eins og ógrímuklædd ófreskja, svo sem í styrj- öldum og í deilum þjóða á milli. Þá er hún orðin að heimslygi. En hvar byrjar lygin og hvar endar hún? Það er erfitt að segja hvar hún endar, þang- að sjáum við ekki enn, en hún byrjar tvímælalaust hjá barninu á mjög ung- um aldri. Fyrst ósjálfrátt, en síðar sjálfrátt. Hér verður fyrst nokkuð vikið að ósannindum barna. Það má skipta þeim í flokka eftir eðli sínu. Vil ég þá fyrst nefna þau ósannindi, sem stafa af þroskaleysi. Á þvf stigi eiga börnin mjög erfitt með, eða geta alls ekki [31 mt alltaí satt? greint, hvað satt er eða ósatt. Kannski væri réttara að orða það svo, hvað sé raunverulegt eða óraunverulegt? Slík ósannindi eru mjög tíð á forskólaaldri og jafnvel fram á skólaaldur, ef um lítt þroskuð börn er að ræða. Þessi ósann- indi eru sjaldan alvarleg, og varast skyldi að refsa börnum á nokkum hátt fyrir þau, en vera samt á verði gagn- vart þeim. Börnin myndu ekki skilja slíka refsingu. Þessi ósannindi eiga sér tvennar ræt- ur. Annars vegar er það sterkt ímynd- unarafl, sem leiðir börnin þarna af- vega, en hins vegar rík löngun til að stækka sig í augum annarra. Börn á þessum aldri eru sem sé dálítið grobb- in, einkum drengir. Þegar foreldrar telja, að kominn sé tími til að venja þau af þessum ósið, eiga þeir með góðlátlegum bendingum að sýna þeirn fram á, að svona sé þetta ekki í raun og veru, þau verði að segja rétt og satt frá. Ef það dugar ekki, má reyna að láta börnin finna til þess, að þeim sé ekki trúað. Það verður þeim eftir- minnileg áminning um að segja satt. Þessi ósannindi venjast af flestum börnum með vaxandi þroska og leið-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.