Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 6
58 HEIMILI OG SKÓLI beiningum foreldra. Þetta fylgir þó einstaka mönnum alla ævi. Stundum er það misheppnuðu uppeldi að kenna. Þarna hafa foreldrar ekki verið nægilega á verði, en stundum stafa þessi lítt læknandi ósannindi af ein- hverri vanmáttarkennd og ytri aðstæð- um, sem einstaklingurinn reynir að bæta sér upp með sjálfsblekkingum og ósannindum. Eitthvert átakanlegasta dæmið um slíka menn var ógæfumað- urinn Sölvi Helgason. Hér skal nefnt dæmi um ósannindi, sem stafa af saklausri einfeldni: Fyrir nokkrum árum kom til mín í skólann 7 ára drengur, ásamt bróður sínum, sem einhverra hluta vegna hafði ekki komið til innritunar með hinum 7 ára börnunum. „Kann hann að lesa?“ spurði ég bróður hans, er ég hafði skrifað nafn hans. Bróðirinn svaraði fáu. „Kanntu að Iesa?“ spurði ég svo drenginn sjálfan. „Já, dálítið," svaraði sá litli íbygg- inn. Og svo hófst lestrarprófið. Hann virtist ekki þekkja nokkurn staf. „Hefurðu verið í smábarnaskóla?" spiirði ég. „Nei,“ sagði sá litli. „Hefirðu þá lært heima?“ „Já, ég byrjaði í gær,“ sagði sá litli. Þar með var prófinu lokið. Þessi drengur hafði ekki hugmynd um, hvað það var að læra að lesa. Ósannindi, sem stafa af sterku ímyndunarafli og löngun til að lifa eitthvað stórt og markvert, eru einnig talsvert algeng, jafnvel á meðal barna, sem komin eru í skóla. En það eldist einnig af flestum börnum. Til eru þó menn, sem lifa sig svo inn í þessi ósann- indi, að þau verða að sterkum vana. Munu flestir þekkja einhver dæmi um slíka menn. Það er nauðsynlegt fyrir foreldra að fylgjast vel með þessari tegund ósanninda og venja bömin af þeim áður en þau verða að vana. Þar hentar heldur ekki nein harka, heldur mildi og nærgætni. Þegar börn eru staðin að ósannindum, hafa þau gott af því að finna til árekstrarins, en það má ekki gera þeim hann of beiskan, hvorki með háði né hörku. Hér skal nefnt eitt dæmi, þar sem ég tel að sterkt ímyndunarafl hafi ráð- ið ósannindunum: Fyrir mörgum árum er hringt til mín í skólann einn morgun, sem ekki er í frásögur færandi. Var það ónefnd- ur faðir í bænum. Það fyrsta, sem liann sagði var þetta. „Hvernig líður drengnum?" „Hvaða dreng?“ spyr ég. „Drengnum, sem slasaðist hjá ykk- ur í gær.“ Ég hafði ekki heyrt neitt slíkt, þetta kom því mjög flatt upp á mig, og ég skammaðist mín fyrir ef slíkt hefði farið fram hjá mér. Ég innti hann því nánar eftir, hvað hann ætti við, og þá kom saga hans: Sonur hans, átta ára gamall, hafði sagt þær fréttir, er hann kom heim úr skólanum daginn áður, að drengur hefði dottið niður í djúpa, steinsteypta þró vestan við skólann, sem átti að vera fyrir hitavatnsgeyma. Hann skvrði frá því, að nafngreindur kennari við skól- ann hefði sótt drenginn niður í þróna, alblóðugan og því næst hefði hann,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.