Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 8
60 HEIMILI OG SKÓLI aði hann ekki enn um græzku. Ekki man ég með vissu hvað þetta gekk lengi, en að síðustu þótti kennaranum þetta grunsamlegt og hringdi til tann- læknisins. Kom þá í ljós, að þangað hafði drengurinn aldrei komið og að allir þessir tannsjúkdómar og tannvið- gerðir voru uppsuni einn. Allt fundið upp til að losna við skólasetuna. En líklega hefur þetta orðið honum nokk- ur lækning. Fyrir allmörgum árum kom fyrir annað svipað dæmi, en þá var það sjö ára drengur, sem um var að ræða. Þetta gerðist í vorskólanum og hafði drengurinn innritazt fyrir nokkrum dögum. Eitt kvöld hringir faðir hans til mín og segir, að nú sé ekki gott í efni. Seg- ir hann að drengurinn neiti að fara í skólann og beri því við, að börnin séu svo vond við sig og stríði sér svo mik- ið, að hann geti ekki verið með þeim lengur, einkum bekkjarsystkinin. Hann biður mig að athuga þetta og reyna að kippa þessu í lag. Hann seg- ist muni sjálfur koma með strákinn næsta morgun. Ég hringi svo í kennara drengsins og spyr hann um þetta. Hann hafði ekki orðið var við neitt slíkt, en full- yrti, að það gerðist ekkert slíkt inni í kennslustofunni. Líður nú til næsta dags. Móðir drengsins kom svo í skólann næsta morgun og segir að drengurinn harðneiti að fara í skólann af því að börnin séu svo vond við sig, og veit hún nú ekki, hvað til bragðs á að taka. Þetta voru menntaðir og góðir foreldr- ar og tóku þessu með gætni og skyn- semi. Nú minntist ég þess allt í einu, að það á að berklaprófa börnin þennan dag, og geti skeð að þau viti það fyrir- fram. Ég spyr frúna, hvort ekki sé hugsanlegt að drengurinn sé hræddur við þessa aðgerð, eins og sum önnur börn. Það hafði oft komið fyrir áður, og hafði þá jafnvel þurft að fram- kvæma hana með valdi. Hún telur þetta ekki óhugsandi, og segist muni reyna að komast eftir þessu með lagi og fer síðan heim. Síðar um daginn hringir hún og segir að þetta hafi ver- ið hin rétta ástæða til að drengurinn vildi ekki fara í skólann. Hafði hann játað allt fyrir henni og var mál þetta nú úr sögunni. Þeir geta verið býsna klókir þessir litlu karlar. Hér kemur svo að lokum saga um vel hugsuð ósannindi og margendur- tekin: Þetta var 12 ára piltur í sjötta bekk. Hann hafði ekki vakið neina athygli fyrri hluta þessa vetrar né áð- ur, en þegar kom fram yfir áramót tók hann að vanrækja nám sitt úr hófi, en hafði alltaf skýringar á takteinum, sem allar voru ósannar, og þegar líða tók að vorprófi vantaði hann oftar og oftar í skólann. Foreldrar hans vissu um þetta, en fengu ekki að gert. Kenn- arinn hafði stöðugt samband við móð- ur hans og stundum var hann sóttur heim. Einn morgun hringir hann í mig, heilsar kurteislega og kynnir sig. Bið- ur hann mig því næst að skila því til kennara síns, að hann sé lasinn og geti ekki komið í skólann. Ég trúði þessu með nokkrum semingi en segi kennara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.