Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 16

Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 16
68 HEIMILI OG SKÓLl yfirskeggið frá því, að ég mundi fyrst etfir mér. Jafnvel gulu tóbaksblettirn- ir í yfirskegginu höfðu heldur ekki tekið neinum breytingum síðan við slógum reitum okkar saman. Afi kom alltaf fram við mig sem jafningja. Ég man alltaf eftir deginum, þegar ég lenti í árekstri við fjölskyldu mína og hafði ákveðið að fara að heiman í fússi. Ég var þá aðeins sex ára og var bráðlyndur eins og hanakjúklingur. „Ertu nú viss um, að þú hafir tekið með þér allt það, sem þú þarft á að halda?“ spurði afi vingjarnlega, og lézt vera fullur af áhuga fyrir þessu uppátæki mínu. — „Eldspýtur? Öxi til að höggva í eldinn? Byssu til að skjóta með fugla?“ Ég sveiflaði bakpokanum á öxl mér. „Nú fer ég,“ sagði ég með stoltum svip, þótt ég nötraði í hnjáliðunum. „Ætlarðu ekki að taka í höndina á mér?“ spurði afi og rétti fram stóra hramminn sinn. Ég rétti honum höndina og skálm- aði svo út að tjaldinu mínu. Ég hafði hugsað mér að leggja af stað fyrir dög- un næsta morgun. En þegar myrkrið dettur á, verður maður eitthvað svo einmana í tjaldi, jafnvel þótt það standi að húsabaki. Það voru ekki nema 30 metrar heim að húsinu okk- ar, en fyrir minni særðu sál, mátti þetta hús, mín vegna, standa uppi í tunglinu. Ég gat ekki kveikt mér bál, því að ég átti engan eldivið. Mýflug- urnar tóku nú að sveima í kringum mig banhungraðar. Ég var sjálfur svangur. Nóttin bjó yfir alls konar leyndardómsfullum hljóðum, og ég hrökk í kút og hnipraði mig saman, þegar uglurnar vældu eða broddgölt- urinn snökti úti í kjarrinu. Allt í einu heyrði ég fótatak á gras- vellinum fyrir utan. Það nálgaðist tjaldið mitt. „Er ekki allt í lagi þarna inni?“ Þetta var afi og rödd hans hljómaði eitthvað svo notalega og hlý- lega. „Get ég nokkuð gert fyrir þig?“ „Nei, ég þakka fyrir,“ sagði ég og barðist við grátinn. „Nú skaltu hlusta á mig,“ sagði afi. „Ég er nú eins konar sendiboði frá pabba þínum og mömmu, og svo auð- vitað ömmu gömlu. Þeim hefur nú komið saman um, að þetta hafi verið einhver mistök á báðar hliðar. Þú skalt ekki halda að við æltum að fá þig til að játa eitt né neitt, sem þú hefur ekki gert eða biðjast afsökunar, ef þar fvlg- ir enginn hugur máli. En ég ætla bara að láta þig vita, að mamma þín geym- ir ágæta eplatertu síðan í dag, og það væri bæði synd og skömm að fleygja henni.“ Ég var nógu vitur til að skilja, að hér var um útrétta hönd að ræða, sem mér var boðin til sátta. „Við getum rætt þetta,“ sagði ég og reyndi að gera röddina rólega og kalda, en langaði þó mest til að stökkva út úr tjaldinu, fleygja mér í fang afa, og gráta til að létta á hjarta mínu. Ég vissi ekki þá, að þessi gamli öldungur liafði haft mikið fyrir því að fá for- eldra mína til að trúa honum fyrir sáttaumleitunum, svo að ég gæti snú- ið aftur heim með fullri sjálfsvirð- ingu. Þegar ég var átta ára, eignaðist ég fyrstu byssuna mína. „Mömmu þinni þykir, sem ég sé gamall heimskingi,"

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.