Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 17

Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 17
HEIMILI OG SKÓLI 69 sagði hann, „þegar ég gef svona strák- hvolpi eins og þér, byssu, sem er nærri því eins stór og þú sjálfur. Ég sagði henni, að ég skyldi taka á mig ábyrgð- ina af því. Ég sagði henni að þegar drengur væri við því búinn að taka við byssu með þeirri ábyrgð, sem því fylgdi, þá væri hann við því búinn. Það skipti engu, hve gamall hann væri. Svo hófum við æfingarnar, sem voru strangari en nokkuð annað, sem ég hef kynnzt. „Þetta er lífshættulegur hlut- ur, sem þú heldur á,“ sagði afi. „Hann getur drepið þig eða mig. Hann getur drepið hund. Gleymdu þessu aldrei.“ — Og ég gleymdi því aldrei. Afi kenndi mér að þekkja hinar ýmsu árstíðir og ég var snemma gædd- ur fágætu lyktnæmi. Lyktin af sumr- inu var öðruvísi en lyktin af haustinu. Sumarið var þungt og volgt eins og andardráttur kúnna. Haustið var bleikt með sterkri lykt af brennandi sprekum og rotnandi laufi. Vorið ilmaði eins og ung stúlka. Veturinn lyktaði af eldliús- og pípureyk, eins og gamall maður. Hann hafði lag á því að láta bók- lestur verða mér eins konar íþrótt. Eins og að fara á veiðar. Hann kom mér svo vel af stað og vakti forvitni mína á svo mörgum sviðum, að ég var sílesandi. Ég las engu síður sögulegan fróðleik en skáldsögur, og ég skildi ekki mikið eftir af sögu liinna fornu Egypta. Það eina, sem mér var bann- að, var það að láta mér leiðast. Ég sagði afa einu sinni, að mig lang- aði til að verða ríkur. Hann sat litla stund þegjandi, svo kveikti hann í píp- unni sinni, leit til mín og sagði: „Þekkir þú einhvern ríkan mann?“ „Nei,“ sagði ég. „Þar skjátlast þér, væni minn,“ sagði hann hægt. „Þú þekkir tvo, þig og mig. Við tveir erum miklu ríkari en allir þessir náungar, sem koma hér inn á skemmtisnekkjum sínum. Að vera ríkur er það, að fara ekki að eltast við neitt, sem við aldrei getum náð. Að vera ríkur er það að hafa alltaf tíma til að gera það, sem við höfum yndi af. Að vera ríkur er það að hafa alltaf nóg að borða, hafa þak yfir höfuðið, eiga veiðistöng og bát og svo nokkrar krónur til að geta keypt sér skotfæri. Maður getur verið ríkur án þess að eiga peninga.” Ég liugsaði óvenjulega mikið um afa fyrir nokkrum árum, en ég var þá fertugur. Það reynist mörgum nokkuð knappt horn að beygja fyrir. Minning- arnar frá hásumri ævinnar liggja í loft- inu, en svo einn morgun er grasið hvítt af hélu. Þegar ég var fimmtán ára, spurði afi mig hvort ég hefði nokkru sinni hugsað um hvernig það væri að verða miðaldra. „Nei,“ sagði ég. „Það er svo langt þangað til.“ „Það er ekki eins langt og þú held- ur,“ svaraði hann. „Þegar þú ert 21 árs fer tímin að hlaupa frá þér, en við eigum að taka því með ró. Og ég get sagt þér það, að árin milli fertugs og sextugs eru beztu árin, sem þú átt eft- ir að lifa. Á þeim aldri er hægt að gera nálega hvað sem er. Og ef einhverjar hindranir verða þá á vegi okkar, sem ekki er hægt að stökkva yfir, eru menn á þessum árum nógu vitrir til að sveigja fram hjá þeim.“

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.