Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 19
71
HEIMILI OG SKÓLI
U npliðadeilclirnar
Æskudáh og Æskuvon
4. nóvember 1961 voru stofnaðar
tvær ungliðadeildir R.K.Í. í 11 ára
bekk G og 12 ára bekk A í Melaskól-
anum í Reykjavík. Félagar voru 26 í
Æskudáð og 21 í Æskuvon.
Formenn deildanna voru: Æskudáð
— Gunnar Magnússon. Æskuvon —
Emil Karlsson. Kennari bekkjanna og
leiðbeinandi ungliðadeildanna var
Skúli Þorsteinsson. Samtals voru
haldnir 17 fundir. Á fundum var rætt
um starf ungliðadeilda Rauða kross-
ins, heilsuvern, hjálpsemi, hegðun og
móðurmálið. Lesin voru kvæði, sagðir
þættir úr íslendingasögum, fluttir leik-
þættir, bornar fram spurningar úr
námsefni bekkjarins og svör veitt o. fl.
Hver fundur bófst og endaði með
söng. — Deildirnar sýndu leikþátt á
jólaskemmtun skólans. — Þá bárust
deildunum gjafapakkar frá ungliða-
deildum í skólum í Bandaríkjunum
02 albúm frá ungliðadeildum í skólum
í Japan og Hawaii með myndum,
teikningum og skýringum. Deildirnar
sendu aftur albúrn með myndum frá
íslandi, teikningum og ýmsum fróð-
leik um land og þjóð.
Fundirnir fóru skipulega fram.
Börnin virtust ánægð og glöð og gættu
þess vel að undirbúa fundina og sjá
um, að þeir féllu ekki niður.