Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 23
HEIMILI OG SKÓLI 75 Þegar svo ber við, að barn brýtur heilann um slíka hluti, getum við sagt því, að það verði sjálft að vinna eitt- hvað til þess að fá bæn sína uppfyllta, alveg eins og þegar pabbi gerir slíkar kröfur. Kannski barnið hafi beðið Guð um að láta hætta að rigna, eða beðið hann um þríhjól? Þá er gott að minna barnið á að Guð hafi skapað heiminn þannig, að þar skiptast á sólskin og regn, og að Guð hafi gefið börnunum foreldra, sem geta gefið þríhjól, ef þeir geta. Við getum einnig sagt börn- um okkar að guð ætlist til þess — alveg eins og pabbi og mamma — að þau biðji ekki um ómögulega eða óskyn- samlega hluti, t. d. að biðja um sól- skin, þegar menn þurfa umfram allt á regni að halda. Við getum einnig gefið börnunum það svar, að Guð ætlist til þess að við biðjum hann að hjálpa okkur til að vera góð og staðföst, hjálpa okkur til að leysa vandamál, sem við getum ekki leyst sjálfkrafa. Við megum ekki biðja liann að losa okkur við alla erfiðleika. Við eigum heldur að biðja hann að hjálpa okkur til að gera engin glappa- skot. Við eigum ekki að biðja Guð að „gera okkur góð“, heldur „hjálpa okk- ur til að vera góð“. Það er eðlileg bæn að biðja Guð um að uppfylla einhverja ósk, ef það er gert á réttan hátt. En bænin er dálítið annað og meira. Jafnvel lítið barn er ekki of lítið til að vita, að bænin er ekki aðeins fólgin í því að biðja um eitthvað ákveðið. Hún er samtal við Guð, alveg eins og þegar við tölum við aðra menn til þess að fá að vita hvað það er, sem þeir ætlast til af okkur. 'Segið barni yðar ekki, að það skipti litlu máli hverju maður trúi, ef við aðeins trúum á eitthvað. Sjálft orðið „trú“ skelfir marga for- eldra, og við erum svo fjarska varfær- in, að við leggjum áherzlu á, að kenna börnum okkar ekkert það, sem gerir þau öðruvísi en önnur börn. Þetta leiðir oft til þess, að við gefum börn- um okkar þá hugmynd um Guð, að hann sé ópersónulegur og óendanlega fjarlægur og standi ekki í neinu sam- bandi við daglegt líf okkar. „Það liggja margar leiðir til Guðs,“ segjum við oft. Og auðvitað er það satt. En við gleymum því oft, að enginn nær marki sínu nema hann velji einhverja leiðina, sem að því liggur. Við getum heldur ekki látið það börnunum eftir að taka afstöðu til Guðs, „þegar þau eru orðin stór“. Þau þurfa á sinni trú að halda einmitt nú á meðan þau eru ung. — Ekki að- eins þegar þau stækka. Börnin eiga að vaxa upp með trúnni. Hún talar ekki aðeins til vitsmunanna, heldur einnig til hjartans. Hún á að vera jafn sjálf- sagður og eðlilegur þáttur í lífi barns- ins sem ást foreldranna. Ef til vill finnur barnið þörf fyrir að fara í kirkju, þegar það stækkar — ef til vill ekki. En eitt er víst: Það verður erfiðara að taka jákvæða ákvörðun um slíkt, ef það hefur aldrei reynt það. Segið barninu ekki — og heldur ekki minnstu börnunum — að þegar Guð situr í himni sínum gerist ekkert illt á jörðinni. Við lifum í heimi, sem er svo barma- fullur af hættum og slysum, að jafnvel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.